Læknablaðið - 01.01.1934, Síða 30
24
LÆKNABLAÐIÐ
Stuttbylgjulækningar.
Eftir Karl Jónsson.
Stuttbylgjur eru rafsegulsveiflur, eins og t. d. Röntgengeislar, radium-
geislar, útfjólubláirgeislar, sólarljós, diothermi og útvarp.
Allar rafsegulsveiflur fara með jafnmiklum hraða um geiminn, sem
sé 300,000 km. á sek., en það skilur á milli tegundanna, að sumar fara
með ákaflega tíðum sveifluhraða en aðrar með hægum.
Hugsum okkur rafsegulsveiflurnar sem bylgjuhreyfingu, ein tegundin
fer 300,000 kilometrana með tiltölulega fáum sveiflum, en önnur tegund-
in fer sömu vegalengd, á sama tíma, með ótölulega mörgum sveiflum;
oss verður þá skiljanlegt að bylgjurnar eru misjafnlega breiðar eða langar,
eins og það er nefnt á nútima útvarpsmáli. Bylgjulengdin er fjarlægðin
írá einum bylgjutoppi til annars.
Það er bylgjulengdin, eða m. ö. o. sveifluhraði hverrar tegundar, sem
gerir sérkenni hennar og vekanir.
Hér á eftir fer stutt yfirlit yfir lengd nokkurra rafsegulsveiflna. —
(= 0,000001 mm.) og fifi (== 0,001 mm.) eru notuð sem mælikvarði á
stystu bylgjurnar.
Rafsegulsveiflur.
Nokkrir eiginleikar.
Svonefndir aktinskir geislar,
valda efnabreytingum t. d.
á ljósmyndaplötu.
Verkanir aðallega ljós og
hiti. Smjúga lítt.
Tegundir.
Radium og Röntgen-
geislar
Útfjólubláir geislar.
Fjólubláir geislar (sól-
ar-qvarts og kol-
bogaljós).
I Sýnilegi hluti sólar-
I ljóssins.
Bvlgjulengd.
710 ff — ff
100 — 400 fiu
400 — 800 fifi
Hiti. Smjúga (penetrera) I Úti-auðir (ósýnilegir) I
djúpt. | geislar. | ^°° W* 1 ^
Hiti. Smjúga djúpt. ( Hitageislar, t. d. frá I 1 í« - Nokkur
I ofm. 100 u
Hiti. Mikil penetration.
Stuttbylgjur, diather-
mi, radio.
cm. — ca. 2000
m
Við athugun á hjástæðum uppdrætti sést að rafsveiflustiginn (spectrið)
byrjar á radium og Röntgengeislum með örstuttum bylgjum, bylgjurnar
lengjast, ein tegundin tekur við af annarri, í því sem næst óslitnu fram-
haldi, niður yfir útfjólubláa, fjólubláa, gula (lýsandi), útrauða geisla o.
s. frv., allt niður í langbylgjur (útvarp). — Þó eru enn eyður — terræ
incognitæ —• t. d. milli ofnhita bylgnanna og útstuttbylgna, en