Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.02.1940, Side 7

Læknablaðið - 01.02.1940, Side 7
LÆKNABLAÐIÐ GEFIÐ ÚT AF LÆKNAFÉLAGI REYKJAVÍKUR RITSTJÓRN: JÓHANN SÆMUNDSSON, JÓN STEFFENSEN, JÚLÍUS SIGURJÓNSSON. 26. árg. Reykjavík 1940. 2. tbl. IZZ^Z^^ZZI^ Ileitis terminalis. Erindi flutt á læknakvöldi Landspítalans fimtud. 2. nóv. 1939. Eftir ÓLAF Þ. Háttvirtu kollegar! Sunnudaginn 22. október 1939 var, af helgidagslækninum, lagður inn sjúklingur á IV. deild Land- spítalans, vegna appendicitis acuta. Sjúkrasagan er í stuttu máli þessi: Sjúkl. er 25 ára gamall húsasmið- ur og á heima hér í bænum. Móð- ir er á lífi, 55 ára gömul og heilsu- góð. Faðirinn dó árið 1921, úr lungnabólgu. 6 systkini á lífi og vel hraust. Einn bróðir dó úr lungna- bólgu. Engir berklar, svo vitað sé, í nánustu fjölskyldu, og sjúkling- urinn hefir aldrei verið samvistum við berklaveika. Hann hefir feng- ið algengustu barnasjúkdóma, en aldrei legið þungar legur. Árið 1928 fékk hann erythema nodosum, en varð ekki mikið veikur. Síðan hefir hann alltaf verið hraustur og sér- staklega aldrei haft nein einkenni frá lungum. Melting hefir altaf ver- ið góð, og hefir hann þolað allan mat; aldrei fengið verkjaköst í magann. Hægðir hafa altaf verið í stakasta lagi, einu sinni til tvisv- ar á dag, og ekki þunnar. Á ekki vanda til að fá niðurgang. Frá þvag- færum aldrei nein einkenni. Að morgni þess 20. okt. fann sjúklingurinn til ónota og verkja í ÞORSTEINSSON. kvið, en fór samt til vinnu sinnar. Um hádegisbilið varð hann þó að hætta vinnu, og hefir legið síðan. Að kvöldi þess 20. okt. var hiti 390, en verkir ekki mjög miklir. Verkir hafa ekki verið mjög sárir, en þó altaf stöðug ónot. Þeir hafa verið nokkuð dreyfðir um kviðinn, aðallega i kringum naflann, en þó einnig allmjög bundnir við hægri fossa iliaca. Engir verkir aftur í ljak og verkina hefir ekki lagt upp í brjóstið eða niður á við. Engin ógleði eða uppköst, vindur gengið eðlilega niður og sjúkl. haft eðli- legar hægðir alla dagana siðan hann veiktist. Engin einkenni eða óþæg- indi frá þvagfærum. Hiti hefir haldist um og yfir 390. Skoðun: Sjúkl. er kröftugur ungur maður, í góðu holdafari og ekki sérlega veikindalegur. Hiti 39.50. Púls 110, reglul. og kröft- ugur. Tunga rök, en með gráleitri skán. Háls eðlilegur. Engin eitla- stækkun á hálsi, undir höndum eða í nára. Steth. pulm. & cord. eðli- leg. Abdomen eðlilegt útlits og ekki fyrirferðarmikið. Töluverður de- fense um allan kvið neðanverðan, en þó miklu mestur í h. fossa iliaca. Allmikil eymsli, bæði beint og ó-

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.