Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.1941, Blaðsíða 10

Læknablaðið - 01.03.1941, Blaðsíða 10
20 ■ LÆKNABLAÐIÐ Ef til vill er þessari taug, ö'Sr- um taugum fremur, hætt við að lenda í klemmu. Einkum er henni hætt þar, sem hún liggur undir ligamentum Pouparti, og þar, sem hún liggur í slíÖrinu í gegnum fas- cia lata. Hafa ýmsir ráðlagt, aÖ kljúfa þetta slíður meÖ skurÖa'Ö- gerð, ]>egar um er aÖ ræÖa meralgia paræsthetica, en það kemur þó ekki aÖ gagni, nema því aÖeins, aÖ or- sök sjúkdómsins sé þrengsli á þeim stað. ÞaÖ hefir, aÖ ég hygg, verið rit- að öllu meira um meralgia paræsth- etica og samband þess sjúkdóms við pelvissjúkdóma en um neuralgia s. neuritis femoralis. Einkum er viöurkennt samband ]>essa sjúkdóms við appendicitis. Sittig hefur ritaö um 12 tilfelli.sem hann athugaði sjálfur. Af þessum 12 tilfellum voru 6, sem komu fram í sambandi við og eftir appendec- tomia, og þá öll hægra megin, eins og að líkindum lætur. Venjulega komu einkennin í ljós 1—3 dögum eftir aðgerðina. í einu tilfellinu, þar sem einkenni komu fram 2 dögum eftir Ijotnlangaskurð, sýndi það sig. auk lireytinga á húðskyni, að hægri patellarreflex var daufari, og kynni það að benda á, að nervus femor- alis hafi að einhverju leyti verið sýktur líka. Krahlie og Ellermann hafa hirt athugarþr sínar á 13 sjúklingum með meralgia paræsthetica. Orsak- irnar voru ýmsar og oft óvissar. Botnlangabólgu var getið í einu til- felli, án þess, að séð yrði, að or- sakasamband væri þar á rnilli. Æthylismus var i tveim tilfellum, traumata í þrem, cancer i einu, lues i einu og er þó fremur ósennileg orsök, þar eð það er undantekning, ef Iues sýkir „perifer“ taugar. í ýmsum af tilfellunum fundust merki um spondylarthrosis deform- ans, og er ekki ólíklegt, að sá sjúk- dómur geti átt þátt í meralgia par- æsthetica, svo framarlega sem liða- hreytingarnar eru á slíkum stað, að það geti samrýmst. Kahlmeter get- ur um mörg tilfelli af meralgia paræsthetica í riti sínu um spondyl- itis deformans, og víst er um það, að miklar bakþrautir fylgja oft spond. deformans, og verða þær naumast skýrÖar á annan veg en þann, að taugarnar, er liggja til bakvöövanna, t. d. quadratus lum- orum og spinosacralis, verði fyrir ertingu. Á sama hátt geta þá kom- ið verkir niður í femur, eða musc. psoas og musc. iliacus jafnframt, og fer þá saman bakþraut og verkir í læri. Þá má einnig geta ])ess, að margir telja að myalgiae eða myo- geloses valdi neuralgiae, og kemur það vitanlega hér til greina, eins og annars staðar. Erfitt er ])ó að segja, hvað er post og hvað er propter í því tilliti, því að hugsanlegt er, að sýking á taugargrein geti valdið ,,trofiskum“ breytingum i vöðva, myogelosis, og að það sé því af- leiðing en ekki orsök, en hitt skal viðurkent, að myogelosis, sé hún einu sinni komin, getur vitanlega valdið ertingu á taugagreinum, — eins konar circulus vitiosus. Þá er það algengt, að graviditas getur valdið verkjum í lærum, ým- ist sem meralgia paræsthetica eða neuralgia femoris, og hafa Dufour og Cottenot skrifað um það og sömuleiðis Price. í hans tilfelli tók kvillinn sig upp aftur og aftur við graviditas. Miller hefir skýrt frá tilfelli, þar sem meralgia paræsthet- ica kom fram við notkun lifstykk- is. Lífstykkið olli þrýstingi á nerv- us cutaneus femoris lateralis, og lækningin var fólgin í því að skera úr brúninni á lifstykkinu til þess að firra taugina þrýstingi. Jersild hefir ritað um hyperalg-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.