Læknablaðið - 01.03.1941, Side 17
LÆKNABLAÐIÐ
27
fara hæmaturia orsaka heldur
ekki nephritis eöa nephrosis, nema
ef vera kynni i einstaka sjaldgæf-
um tilfellum.
Einnig mun sjaldgæft aö kviöslit
orsakist af slysum eöa áreynslu.
Kviöslit eru oft talin kbma af
áreynslu, til dæmis miklu á-
taki. Þessi skoöun virðist ekki ó-
réttmæt, en er samt ekki rétt.
Þegar kviðslit finnst fyrst eftir á-
reynslu, þ. e. a. s. aukningu á
þrýstingi í kviðarholi, er þaö
venjulega af því, að þá er fyrst
tekið eftir kviöslitinu, þar fyrir
þarf kviöslitiö ekki að hafa or-
sakast af áreynslunni. Venjulega
myndast kviöslit á þeim stööum
líkamans, þar sem meðfæddar
veilur eru í vefjunum, á svipaðan
hátt og t. d. æðahnútar myndast.
Orsakasamband milli átaks og
kviðslits er ekki hægt aö viöur-
kenna nema bráð (akut) einkenni
séu fyrir hendi.
5) Slys og taugasjúkdómar.
Viðamesti þáttur efnis þessa
eru taugasjúkdómarnir, og þá
sérstaklega þeir, sem kallaðir
eru starfrænir — „funktionell".
Eftir áratuga skriffinnsku eru
menn loks komnir á eina skoðun
í öllum löndum á þessum sjúk-
dómum. Fyrir rúmum 60 árum var
í Englandi fyrst lýst eins konar
taugaveiklun, sem kom fyrir eftir
járnbrautaslys, og töldu menn að
um afleiðingar mænuhristings væri
að ræða, og nefndu sjúkdóminn þess
vegna „railway spine“. Helztu
einkenni eru m. a. truflun á hreyf-
ingum og húð- og vöðvaskyni,
titringur, órói, hjartsláttur, svefn-
leysi, óeðlileg viðkvæmni 0. fl. At-
huganir á þessum sjúkdómi leiddu
til kenningarinnar um hina svo
nefndu „neurosis traumatica".
Langur tími leið þar til menn full-
vissuðust um, að hjá þessum sjúk-
lingum fundust ekki sjúklegar
vefjabreytingar, heldur var um
sálarlega eða „funktionell“ veiklun
að ræða.
Það styður þessa skoðun, að
neurosis traumatica kemur nær
eingöngu fyrir hjá slysatryggðu
fólki, ennfremur það, að einkenn-
in, sem oftast eru mjög svæsin,
hverfa venjulega fljótt eftir að
greiðsla á slysabótum hefur farið
fram í eitt skipti fyrir öll.
Hér er þó ekki, og það skal
skýrt tekið fram, um vísvitandi
blekkingu að ræða, heldur eru
þetta að einhverju eða öllu leyti
skorðaðir hugarburðir.
Neurosis traumatica kemur
nærri aldrei fyrir hjá stórslösuðu
fólki, en aðallega þeim, sem lítið
eða ekki hafa meiðst og mælir það
á móti þvi, að hún orsakist aí
slysalosti (shock). Sú mikla
reynsla, sem fékkst eftir stríðið,
skýrði þetta ágreiningsatriði að
fullu. Svissneskur læknir benti
fyrsf á, að taugaveiklun kom ekki
fram hjá þeim særðu her-
mönnum, sem voru í haldi í Sviss.
Hann þakkaði þetta því, að stríð-
inu var svo að segja lokið hvað
þessa hermenn snerti. Þeir þurftu
ekki að óttast, að þeir særðust
aftur eftir að þeim var batnað.
Eftir stríðslokin batnaði líka ná-
lægt öllum, sem haldnir voru
stríðstaugaveiklun, nema þeim, er
áttu von á slysabótum. Maður
verður nefnilega að hafa það stöð-
ugt i huga, að heilbrigður maður
nær sér oftast algerlega eftir sál-
arleg áhrif af slysi, jafnvel þótt
um stórslys sé að ræða. Geri hann
það ekki, má nærri altaf gera ráð
fyrir, að taugakerfi hans hafi
ekki verið heilbrigt fyrir. Ein-
kenni taugaveiklunar eftir meiðsli
er því yfirleitt ekki hægt að telja
afleiðingar þess, og er þess konar