Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1943, Blaðsíða 11

Læknablaðið - 15.10.1943, Blaðsíða 11
LÆKNAB LAÐ IÐ 53 líkamanum hefir leitt til þeirrar meSferöar á sumum íegundum bjúgs, aö gefa sölt, sem verka acidotiskt og þá venjulega með eiginlegum diuretica, til þess aö auka verkun þeirra. Viö sumar tegundir bjúgs eru þó notuð alka- lisk sölt til þess aö auka diuresis. Hér hefir nú verið gerö tilraun til þess að gefa lauslegt yfirlit yfir skoöanir manna á þeim öfl- um, sem valda bjúgmyndun, og hefir veriö reynt aö geta helzt þess, sem hagkvæma þýöingu hefir um meðferð bjúgs. í stuttu máli má telja orsakir bjúgmyndunar þess- ar: Víxlverkun háræðaþrýstings og oolloid-osmotisks þrýstings eggjahvítuefna blóösins er röskuð, ýmist fyrir eggjahvíturénun eöa hækkaðan háræöaþrýsting. Aörar primær orsakir eru taldar eitur- verkanir á háræöar og háræöa- veggi, sem auki permeabilitet þeirra, ennfremur stíflun sogæða. Landis, sem mikiö hefir rannsakað og ritaö um bjúg, telur hjálparor- sakir lágan vefjaþrýsting, mikið salt og mikla vökvun í fæðunni, heitt umhverfi og truflanir á inn- ervation. Hjálparorsakirnar geta oft ráöiö miklu um, hvort bjúgur myndast, eykst eða minnkar og hverfur. III. Ég ætla mér ekki þá dul, að revna að telja upp alla þá sjúk- dóma, sem geta valdið bjúg, en bind mig viö fáeina sjúkdóma og helzt þá, sem komiö veröur við virkri meðferð og minnist þá aðal- lega á aöferöir til útrýmingar bjúgnum. i) Langsamlega algengasta or- sök bjúgs, sem við læknarnir fáum til meöferöar, er hjartabilun — decompensatio cordis, congestio, og er venjulega góður árangur af réttri meðferö, a. m. k. um tíma. Orsakir oedema hjartasjúklinga eru ýmsar og jafnvel ekki alltaf þær sömu hjá öllum sjúklingum. Háræöaþrýstingur er aukinn vegna liækkaðs venuþrýstings og sömu- leiöis vegna skorts á hreyfingu, sem alltaf hlýtur að veröa hjá þess- um sjúklingum. Kolloid-osmotisk- ur þrýstingur plasma minnkar vegna þess, að protein síast út í gegnum háræöaveggina af stasis og auknu permeabilitet. Eggjahvítu-útskilnaður í þvagi getur jafnvel stundum stuðlað aö eöa valdiö hypoproteinæmia. Mjög eggjahvítusnautt fæði, sem hefir tiðkazt aö nota við congestio, get- ur átt þátt í bjúgmyndun hjarta- sjúklinga. Talið er af surnum, aö léleg súrefnisgjöf til vefjanna geti valdið nokkru utn bjúgmyndun. Glöggt einkenni um áhrif aukins venu- og háræðaþrýstings á bjúg- myndun er það, hve bjúgurinn e}rkst, diuresis minnkar viö á- reynslu, en dregur úr bjúg og diu- resis örfast við hvíld (nycturia). Meðferöin á hjartasjúkdómum með bjúg er, svo sem kunnugt er, hvíld (venjulegast rúmlega, a. m. k. fyrst í stað), takmörkuð vökv- un og matarsalt í fæðunni, létt fæöi, sem þó má ekki vera of eggjahvítusnautt; lyfin, sem not- uð eru auk sedativa, digitalis og diuretica. Stundum þarf að tæma út vökva með ástungu, sérstaklega úr brjóstholi. Venjan er, að digi- talisera fyrst, áður en gefin eru diuretica, m. a. af þvi að oft fæst góður árangur þannig eingöngu, en ekkert er því til fyrirstöðu, að nota diuretica áðru en digitalis er farið að verka, ef bjúgur er mikill og þvingandi. Ég hefi vanizt með- ferð á hjartasjúklingum með bjúg Jiannig, að þeim er fyrstu einn til þrjá dagana gefin mjólk eingöngu

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.