Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.10.1943, Page 22

Læknablaðið - 15.10.1943, Page 22
64 LÆKNABLA&IÐ viövíkjandi heilbrigöisástandi hér- aösins. Mér varö ekki svefnsamt fyrstu nóttina, sem ég var héraöslæknir! Ég var þá verkfæralaus og bóka- lauS, en átti aö gegna tveimur hér- uöum. Það er aö vísu ekki á allra færi, að veröa nokkru sinni góður hér- aðslæknir, en fæstir þurfa þó aö setja vandann fyrir sig, ef þeir halda vel á sínum spilum. Mér finnst aö hvert læknishér- aö sé heilt kóngsríki fyrir ungan lækni. Þar er oftast mikil þörf fyr- ir dugandi mann, og þar fær lækn- irinn göfugt og gagnlegt lífsstarf, og tækifæri til þess að láta sitt ljós skína. Verkefnin eru fleiri en nokkur kemst yfir. Eitt er aö sjálf sögöu það, að leysa vandræði þeirra, sem til manns leita, ef þaö er unnt, og að semja nauðsynlegar skýrslur. Þetta er skylduverk hvers skussa, en ötull og áhugasanntr læknir lætur sér ekki nægja þetta. Hann kynnir sér vandlega allt heilbrigðis- og menningarástand liéraðsins, eftir þvi sem tími hans leyfir, hversu húsakynnum, fötum og fæði manna sé háttað, hvort hætta stafar af smitandi eða arf- gengum sjúkdómum (berklar, lús, geitur, kláði, geðveiki & cet.) — Og hann segir öllum þeim ófagn- aði, sem kemur í leitirnar, stríð á hendur. þótt venjulega verði að leggja alla áherzluna á eitt í senn. Þá gildir um, að vera hygginn her- foringi, og að hafa tryggt sér að- stoð og fylgi beztu manna, því læknirinn þarf helzt aö vinna sigur í hverri orustu. Samvizkusamleg rannsókn á einu læknishéraði væri ærið efni í doktorsritgerð, og baráttan fyrir endurbótum væri nægilegt æfi- starf fyrir hvern lækni eftir annan. Það er viðbúið, að vinnan yrði meiri með þessum hætti, og margt yrði unnið ókeypis. En gleöin yröi lika ósvikul, þegar vel gengi, og lífiö margfalt auðugra. Að ýmsu leyti er aðstaða héraðs- læknis betri og virðulegri en flestra borgarlækna. Hann er „héraðslæknirinn", sem allir þekkja, og ekki einn af mörgum. Og standi hann vel í stöðu sinni fer ekki hjá þvi, að hann eignist fljótlega marga vini og samherja. Það var einu sinni sú tíöin, að læknar hikuðu ekki viö að sækja um héruð, þótt erfiö væru, því að þá gátu þeir búist við betra hér- aði síðar, svo framarlega sem þeir stæðu vel í stöðu sinni. Það myndi til bóta, ef þessari reglu væri enn fylgt, þótt tíð læknaskipti séu ekki allskostar heppileg fyrir héraðin. Þá vil eg að lokum leggja það til, að aðgangur að læknadeild Há- skólans sé því skilyrði bundinn, að nemendur skuldbindi sig til þess, að starfa eitt ár í sveitahér- aði, að loknu námi, ef heilbrigðis- stjórnin gerir kröfu til þess, annað- hvort sem settir héraðslæknar eöa staðgöngumenn. Þá kæmi það aldrei fyrir, að héruð stæðu læknislaus. Og það mun engan lækni iöra þess, að hafa litið upp úr skræð- unum eitt ár, og séð sjálft lífið og þess þarfir. G. H. Afgreiðsla og innheimta Læknablaðsins er í Félagsprentsmiðjunni h.f.. Reykjavík. Sími 1640. Pósthólf 570. Félagsprentsmiðjan h.f.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.