Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1943, Blaðsíða 19

Læknablaðið - 15.10.1943, Blaðsíða 19
LÆKNAB LAÐ 11) 6l má hætta lyfjagjöf eíSa gef minni skammta, ef ástæSa viröist til. Sé um aö ræöa létta eöa meðal þunga sýking af völclum hemolytiskra strepto-kokka nægir aö gefa fyrst 0,05 grömm sulfadiazins per kilo likamsþyngdar og síðan % upp- hafsskammts á fjögurra stunda fresti nótt og dag þar til hiti hef- ur verið eölilegur í 3—5 daga. Æskilegt er, sé þess nokkur kost- ur, aö ákveða oft konsentration lyfsins í blóði. Sé utn þungar in- fektionir að ræöa, er nauösynlegc að blóðkonsentration sé 15 mg % meðan sjúklingur hefur hita, en í léttari tilfellum nægja 5—10 mg %■ Af sulfadiazini er framleitt natr- ium salt, natrium sulfadiazin. Efni þetta er auðleyst í vatni og heppi- legast er talið gefa það í 5% upp- lausn inn í æð. Það fæst í dauð- hireinsuðum smáglösum. Ber að leysa það upp í dauðhreinsuðu vatni, en talið óþarft og ekki ráð- legt að dauðhreinsa upplausnir.a (Hætta á að efnið klofni við upp- hitun). Indikationir eru hinar sömu og fyrir notkun sulfadiazirs, en betra er talið að gefa sulfadia- zin per os, og nota intravenusa þerapiu einungis, ef annars er ekki kostur. Við lungnabólgu skal fyrst gefa 0.075 gröinm per kilogramm lík- amsþyngdar og við þungar stap- hyliokokka, hejnoilytiskía strepto- kokka og meningokokka infekt- ionir 0,10 grönun per kilo og síðar 0,03—0,06 grömni per ki'.o á 12—15 klst. fresti. Nauðsyn ber til þess að mæla blóðkonsentrati d efnisins daglega, til þess að kom- ast hjá því, að hún verði óhæfi- lega há. Af öllum sulfanilamidsambönd- um hefir sulfadiazin gefist bezt við lungnabólgu, og infektionum sem stafa af hemolytiskum strep- tokokkum, staphylokokkum og meningokokkum. New and Non official Eemedies, 1943. Kristinn Stefánsson. Læknisskoðun á almenningi, árlega eða oftar, hefir orðið von- brigði í U. S. A. J. Carlson segir að hún verði þá fyrst að gagni, þegar betri ráð eru fundin til þess að þekkja undanfara sjúkdóm- anna eða fyrstu byrjun þeirra. (Lancet 25. okt. '41). G. H. Thiazole við lekanda. Jefferiss 0g McElligott telja thiazole hættu- minna og áhrifameira lyf við lek- anda en sulphapyridin. Sagt er að komast megi af með að gefa lyfið í 2—3 daga og að um 90% sjúkl. læknist. Fyrsta daginn eru gefin alls 6—8 grm en síðan 6 grm á dag. (Lancet 16. jan. '43). G. H. Gigtsótt og arfgengi. Piokles segir frá manni, sem sýkst hafði af gigtsótt. Afkomendur hans voru 53 en 23 af þeim höfðu sýkst af gigtsótt eða mb. corcl. — Hafa ísl. læknar orðið þess varir að veiki þessi sé arfgeng? (Lancet 21. ág. ’43). G. H. Bólusetning og barnaveiki. Þótt bólusetning við barnaveiki hafi gefist ágætlega, má ekki gleyma því, að bólusett börn geta fengið veikina. Hún er þá oftast væg og einkenni oft óglögg, t. d. smádröfn- ur á öðrum gómeitlingi (ton- silla palat). Þá geta og bólusett börn verið sýklaberar. Oftast næg- ir meðalskannntur af blóðvatni handa sjúkum börnum, í mesta lagi 10—20 þús. I. E. (Lancet 14. ág. ’43). G. H.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.