Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1943, Blaðsíða 21

Læknablaðið - 15.10.1943, Blaðsíða 21
LÆKNABLAÐIÐ 63 ar fáist í héruSin áður en langir tímar líöa, og jafnvel aö þau verSi keppikefli, þá er sá hængur á öllu þessu, aS þau þola ekki biðina, og auk þess er hvert ár, sem þau standa læknislaus, læknastéttinni til skammar. Mér finnst þaS siS- ferSisleg skylda henar, aS sjá hér- uSunurn fyrir nauösynlegri læknis- hjálp, svo framarlega sem lífvæn- leg kjör eru i boöi. Þaö er og drengilegra aö vinna nauösynja- verk af eigin hvötum, heldur en aö láta neyðina reka sig til þess. Læknum er þaS vorkunnarlaust, aö semja reglur um þaö, hversu störfmn yröi skipt milli þeirra. Fljótt á aö líta sýnist þetta ein- falt mál og hægðarleikur. Og þó er þaö margt, sem laðar læknana til Reykjavíkur. Fyrst má nefna það, aS lækn- arnir eru börn sinnar tíöar, og nú streymir fólk úr öllum stéttum til borganna. Ungu stúlkurnar eru þar í fararbroddi. Og þaö er sama sagan hvert sem vér lítum. Jafn- vel í Rússlandi varö svo mikill skortur á sveitalæknum, aö stjórn- in veitti læknastúdentum sérstakan námsstyrk, gegn því aö þeir störf- uöu 3 ár í sveitum að loknu námi. Mér þykir þaö ekki ólíklegt, aö konur og heitmeyjar ungu lækn- anna eigi mikinn þátti því, aö flest- ir þeirra setjast aö í Reykjavík. Og hvaö vilja ekki læknarnir gera fyrir konur sínar, þegar þær biöja þá vel ? En þaö er margt fleira, sem freistar læknanna. Þeir óttast ein- angrunina, ferðalögin og erfiðiö í sveitahéruöunum, allt umstangiö og áhættuna viS húsnæöi, lyfjasölu o. fl. Þá getur þeim heldur ekki dulist, aö góöur sveitalæknir þarf að kunna fleira en að skrifa lyf- seðla og aö vísa sjúklingum frá sér til sérfræöinga og sjúkrahúsa, heldur ekki aö frelsi sveitalækna er af mjög skornum skammti. Og tekjurnar hafa víöa veriö smáar. Þótt íiokkuS sé til i öllu þessu, og aö þeim einum sé hent að verSa héraðslæknar, sem eru heilsugóöir, þá má of mikiö úr öllu þessu gera. Ég get ekki fallist á, aö blessaö- ar konurnar eöa konuefnin eigi aö ráöa því, hvar menn þeirra setjast aö. Það eru þeir, en sjaldnast þær, sem eru læknar, og þeir eiga aÖ ráöa hvar þeir láta ljós sitt skína og hvernig. Góö kona fylgir manni sínum meS glööu geöi, hvert á land sem vera skal, jafnvel út í hin yztu myrkur. Því hefir veriö boriö viö, aö sveitahéruöin væru tekjurýr. Mér er sagt aS föst laun séu nú alls 13—14 þús. kr. á ári aö meðaltali, og aS „consultatio" kosti nú um 4 kr. Ég kalla þetta góö kjör, og þaö má mikið vera, ef Reykjavík býður yfirleitt betur. Hún gerir þaö ekki til lengdar. Viövíkjandi feröalögunum og erfiöinu, þá get eg sagt það af eigin reynd, aö þetta kemst upp i vana, og auk þess er nú feröalög- in víöa leikur einn, er fara má lang- ar leiöir á bílum. Mörg læknishér- uö eiga nú bæði læknisbústaö og sjúkrahús. Hitt er satt, aö héraðs- læknar búa viS mikiö ófrelsi, og hafa alltaf næturklukkuna yfir höfði sér. Þó má svo lengi illu venjast aö gott þyki. Ég get vel skiliS, aS sumum læknum vaxi sá vandi í augum, að taka aö sér læknishéraö. Þeir veröa þá meSal annars aö geta gjört flesta aðkallandi skuröi, aöstoöar- lítiö og stundum i afleitum húsa- kynnum. Þá er eins, aö þeir þurfa aö vita góS deili á öllum sérfræ&i- greinum, ekki sízt kven- og barna- sjúkdómum. Þá er ekki fátt, sem héraðslæknum ber að hugsa um,

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.