Læknablaðið - 15.10.1943, Blaðsíða 16
58
LÆKNABLAÐIÐ
er fariö aö brydda á þeirri skoö-
un, að orsakir l)júgsins í sambandi
viö þennan sjúkdóm séu þær sönni
og við nephr. chron. með oedema
þ. e. a. s. breytingar á eggja-
hvítuinnihaldi plasma. Englend-
ingarnir Rennie og Thomson
hallast aö þessari skoðun, telja
allar tegundir nýrnaoedems skýr-
anlegar út frá theoria Starlingers.
Þeir munu þó vera fleiri, sem á-
líta að oedem bráörar nýrnabólgu
stafi af capillær skemmdum.
Meöferöin á bráöri nýrnabólgu
beinist ekki nema að litlu leyti
að bjúgnum.
Aöalatriöin i meðferðinni eru
útrýming orsakar, ef hún finnst
t. d. tonsillectomia og aðgerðir á
bólgum, sem talist gætu valdið eða
stuðlað að nýrnasjúkdómum. Karr-
els kúr er talinn heppilegur fyrstu
dagana. Siðan er fæðiö haft salt-
lítið, eggjahvítusnautt (þó er vara-
samt að gefa mjög proteinrýrt
fæði um langan tíma og virðist
rétt að gefa %—I grm. af proteini
pr. kg. líkamsþunga eftir fyrstu
daga veikinnar). Lögð er áherzla
á, að fæðið sé fjörvaríkt og getur
verið ástæða til að gefa fjörvi
i tölum eða per inj. (A, D, B og C).
Menn greinir á um, hve rnikla
vökvun eigi að gefa á sólarhring,
sumir vilja takmarka vökvun mik-
ið gefa ekki nema íoo—800 ccm.,
aðrir 2—3 lítra á sólarhring.
Það fer sjálfsagt nokkuð eftir
því, hvernig veikin hagar sér í
hverju tilfelli, hvað gefa má mikla
vökvun, t. d. er rétt að takmarka
vökvun sjúklinga með háan blóð-
þrvsting og háan intracraniel
þrýsting. Hafi sjúklingur ekki
þessi þrýstingseinkenni má vökv-
un fara upp í 2 lítra á sólarhring.
Anuria og aukning á blóðurea geta
gefið ástæðu til þess, að gefa meiri
vökvun en ella, a, m. k. ef ekki
er um hypertensio eða hættu á
heilaoedemi að ræða.
Kasti sjúkl. upp er þörf á að
gefa vökvun parenteralt (i. v.) —
t. d. 500—1000 ccm. af 10% gluc-
ose. Hypertoniskar upplausnir
(50% glucose) eru notaðar til þess
að eyða bjúg, en ekki er vert að
gefa meira en 50 ccm. af slíkri
upplausn í einu, vegua hættu á
hjartabilun og lungnasedema.
Diuretica eru lítið notuð við
bráðri nýrnabólgu og þeirra er
sjaldnast þörf. Sé þörf á diuretica
eru notuð mild d. t. d. diuretin eða
diuretin-calcium. Á síðari árum
hafa menn notað alkalisk sölt sem
diuretica við glomerolonephr. ac-
uta, kalium citrat, natrium citrat,
natr. eða kal. bicarbonat — 4 grm.
3svar dag.
4) Fjörvaskortur og hungur
geta hvorttveggja leitt til bjúg-
myndunar. Weiss og samstarfs-
menn hans hafa sýnt fram á, að
skortur á B-fjörvi getur orsakað
hjartabilun og blóðrásartruflun,
sem oft líkist congestio og fylgir
þá bjúgur. Digitalis, diuretica og
takmarkað salt og vökvun verka
stundum á bjúg þessara siúklinga,
en þó ekki nærri allra. Specifica
meðferðin er að gefa B — thiamin
chlorid — 20—50 mgr. einu s;nni
á dag im. eða iv. Eftir að sjúkl.
fer að batna — venjulega eftir eina
til tvær vikur — er dosis lækkaður
niður í 10—20 mgrm. á dag. Lyfia-
ger má einnig nota til framhalds-
meðferðar þegar sjúkl. fer að
batna, 30 grm.. 3svar á dag.
Ef sjúklingi, sem grunaður er
um B-fjörvaskort, skánar ekki á
3—4 vikum við þessa meðferð er
mjög ólíklegt að einkenni hans
stafi af B-skorti. Yfirleitt virðist
diagnosis þessarar avitaminosis
nokkuð erfið. Strauss getur þess,
að sjaldgæft sé að finna „beri-beri