Læknablaðið - 15.10.1943, Blaðsíða 8
50
LÆKNAB LAÐ IÐ
esis ekki fyrr en blóSconsentration
er oröin sú sama og áöur en vökv-
inn hafði verið gefinn. Af þessu
leiðir, að vatn (eða vökvun) fer
ekki beint frá maga og þörmum
um blóðið til nýrnanna og út í
gegnum þau, heldur fyrst úr blóð-
inu í aðra vefi og líffæri og virð-
ist lifrin hafa mikið hlutverk sem
milliliður,, ef svo mætti að orði
kveðai. Efni svo sem histamin,
pepton, arsen og phosphor, sem
valda blóðrásatruflunum í lifrinni
torvelda að vatnið ráðstafist eðli-
lega í likamanum, sjúklingar með
lifrarsjúkdóma hafa stundum lit-
ið þvagmagn og oedema.
Frá lifrinni fer vökvunin um
ductus thoracicus inn í blóðið, það-
an út í vefina, einkum vöðva og
subcutis, þaðan svo aftur eftir
þvi sem til þarf að taka út í blóðið
og út í gegnum nýrun.
Vatn, sem líkamanum berst eða
myndast í honum binzt þegar í
stað kolloid-efnum hans (eggja-
hvítu, lipoid-efnum og cholesterin-
ester) og crystalloid-efnum (sölt-
um, sykri, urea).
Menn telja nú að sogæðakerfi
líkamans sé lokað og klætt endo-
theli, áður álitu menn, að háræðar
sogæðanna væru opnar i endann.
Bandvefurinn, sem bjúgur mynd-
ast í á sjúkum hefir á heilbrigðum
engar glufur eða vökvarennur,
hvort tært ómengað vatn er í hon-
um normalt er vist enn vafamál.
Sé stungið eða skorið í bjúg-
vef drýpur bjúgvökvinn úr hon-
um, sem kunnugt er.
Það er talið, að um 6 kg.. af
vatni safnist í líkamann áður en
bjúgur sést eða finnst — svokall-
að præoedem, og svo er hægt að
„vinda úr“ líkamanum nokkur
kílógrömm af vatni, eftir að bjúg-
ur virðist horfinn — postoedem.
Verði bjúgur það mikill, að hann
sjáist eða finnist, myndast vökva-
fyllt holrúm og glufur milli band-
vefsfrumanna. Þessi sjúki vatns-
sósa vefur er lifandi og efnaskipti
fara fram í honum, munurinn er sá
á honurn og heilbrigðum vef, að
samkvæmnin er röskuð, vatns-
bindingin önnur en í heilbrigðum
vef.
II.
Hvaða öfl eru það svo, sem valda
trufluninni, sem orsaka oedem-
syndromið ?
Diuresis og bjúgmyndun eru
nátengd og menn settu bjúgmynd-
un í beint samband við minnkað
þvagmagn, álitu að vatnið héldist
í likamanum og kæmi fram sem
bjúgur. Lausn málsins er þó ekki
svona einföld enda sannað með til-
raunum og kliniskum athugunum
og nægir að benda á, að menn hafa
séð anuria haldast dögum saman
án þess nokkur bjúgur myndaðist,
leynt eða Ijóst.
Árið 1895 gerði Starling upp-
götvun, sem varð grundvöllur að
nútímaskoðun manna á bjúgmynd-
un. Starling benti á, að háræða-
veggurinn er himna (membran),
sem hleypir í gegn vatni og cryst-
alloid efnum blóðsins (sykri, salti,
urea), semkvæmt lögmálmn, sem
nú eru almennt viðurkennd, og
að eggjahvituefni blóðsins valda
osmótiskum þrýstingi og- á móti
þeim þrýstingi verkar hydro-
statiskur blóðþrýstingur i háræða-
kerfi líkamans. Vökvajafnvægi í
líkamanum taldi hann að væri
haldið af þessum tveim öflum, sem
sé osmotiskum þrýstingi eggja-
hvítuefnanna í plasma og b!óð-
þrýstingi i háræðunum. Á at—
hugun Starlings byggist sú skoð-
un, sem nú virðist aukast mjög
fylgi, að sumar sömu ástæður séu
til allrar bjúgmyndunar, hvaða