Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 30.12.1943, Blaðsíða 18

Læknablaðið - 30.12.1943, Blaðsíða 18
LÆKNABLAÐIÐ 108 meS köflum gert göða grein fyrir öllu þvi, sem máli skipti í þessu sambandi. Hér var um tréspírituseitrun afi ræöa, og meö því aö mig grunaöi aÖ fleiri mundu á eftir fara, til- kynnti ég lögreglustjóra hvernig komiö var fyrir þessum manni. Lögreglurannsókn í málinu hófst þegar í staö upp úr hádegi þennan sama dag. Upp úr þessu skullu ó- sköpin yfir. Um kl. 14 sama dag varö maö- ur bráðkvaddur — fannst.öreridur í herbergi sínu, og upplýstist þeg- ar i staö, aö hann hafði drukkiö tréspiritus undanfarna 3—4 sólar- hringa, og gefiö haföi hann ýms- um kunningjum sínum aö bragöa á þessari ólyfjan meö sér, sem héldu aö hér væri um annað aö ræöa. Saknaö var aldraðs manns, sem ekki haföi komið heim til sín urn nóttina, en hann brá því íyrir sig, aö sofa i búöarloftinu, þar sem hann verzlaði, og var búizt viö aö hann heföi lagt sig þar útaf. Því var ekki aö því hugaö aö hafa gætur á líðan hans, þó óvenjuleg: væri, aö hann opnaöi ekki á venju- legum tíma. Lögreglan sótti mig kl. 16 og ákvaö hún aö brjóta búöina upp og vitja mannsins. Lá hann þá ör- endur í búðarloftinu, stirönaöur og kaldur — haföi augsýnilega látizt í krampakasti. Vitaö var aö hann haföi drukkið tréspíritus (reka- spiritus) í nokkra daga, öörum þræöi meö brennivíni úr Áfengis- verzluninni, og haföi hann byrjað aö drekka tréspíritus á miöviku- dagskvöld. Til feröa hans sást síö- ast undir lágnætti á sunnudags- kveldiö. Upp úr þvi mun hann hafa lagt sig útaf á búðarloftinu, og sennilega skiliö við um nóttina. Seinnipart mánudagsins veikt- ust hastarlega 2 karlmenn, sem báðir voru þegar fluttir á sjúkra- hús. Dó annar þeirra undir lág- nættiö, hinn upp úr lágnætti. Auk þeirra veiktust ýmsir um kvöldiö, því fólk var hrætt og kvíöiö uni afdrif ýrnissa þeirra, sem þaö þótt- ist gruna, að neytt hefðu þessarar ólyfjanar. Á þriðjudeginum dóu, auk þeirra, sem getið er um aö dóu upp úr lágnættinu, 3 karlar og 1 kona, 2 utan sjúkrahúss og 2 á sjúkrahúsi. Þann 11. ágúst dó sá síðasti, og var hrynan upp úr þvi aö mestu afstaðin. Auk þeirra áöurgreindu 9 sem dóu með þeim snöggu atburðum. sem greint er aö framan, veiktust 10 manns meira og minna áberandi. Ýmsir þeirra voru fluttir á sjúkra- hús og dvöldu þar um tíma. Eigi leiö á löngu áður þaö kom í ljós, aö miklu fleiri en þeir, sem til lækna leituðu, höfðu bergt á þess- ari ólyfjan, og skiptir þaö fleiri tugum, eftir því sem ég hefi kom- izt aö siðar, en þó i svo smáum stíl, aö ekki kom til verulegrar eitrunar, sem áberandi væri, svo aö þeir hættu störfum. Vildu þeir sem minnst vekja hræöslu cg kviöa aðstandenda og engum var aö þessu upphefð, svo þeir reyndu að ber sig karlmannlega. Allflestir þeirra, sem undir þennan liö falla. sáu illa um tima, og höfðu timbur- menn, sem þeir ekki höföu merkt af jaín-lítilli áfengisnautn. Ég hefi haft spurnir af þeiin, sem ég hefi náö til, og hafa þeir allir náð fu'llri heilsu. Tréspíritus er illræmt taugaeit- ur, sem hefir lömuuaráhrif á taugakerfiö. Hann hefir ýmis nöfn, svo sem Methanol, Carbinol eða Wood-naphtha. CH3OH, molekul- vigt 32,03. Áriö 16Ó1 fann Boyle hann viö viðareimingu. Það er lit- arlaus vökvi, tær og kviknar fljótt

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.