Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 30.12.1943, Qupperneq 34

Læknablaðið - 30.12.1943, Qupperneq 34
124 LÆKNA B LAÐIÐ staöreynd og „leggja til grund- vallar“ skrifum mínum, og færir þaö til, að lögregluliö Reykjavík- ur sé ekki „skipað vísindamönn- um“. í hinu oröinu heimskar hann mig fyrir aö vita ekki án alls vitnisburðar, aö slíkt hafi viö- gengizt hér um langan aldur. Hitt er mér ekki miður ljóst en honum, hvert rannsóknarefni þaö er. hverjar konur vor á meöal dæmast til að falla í þessa eymd, og víst ætti mér að vera það ólikt einlæg- ara áhugamál. Ég er sem sé meira cn tregur til að tileinka mér ó- meltar fyrir hönd vorrar þjóðar hinar hæpnu kenningar, sem Á. P. viröist gína viö snöggsoönum, aö hæfilegur saurlifnaöur sé svo fjarri því aö vera vandræðamál. aö hann „stuðli blátt áfram aö bættu almennu siöferði.“ Hversu svo sem þessum málum kann aö vera farið meö milljóna- og tug- milljónaþjóðum, bæöi aö því er varðar orsakir þessa lifnaðar, á- hrif hans á þjóðlífið og hvernig viö honum hæfi og henti að bregð- ast — þá er það æði páfagauks- legt að heimfæra slíkt skilyrðis- laust upp á vort fámenni. Þótt aklrei nema það siðleysi kynni aö vera ill ráöaleysisnauðsyn stór- þjóðum að umbera aö vissu marki atvinnusaurlifnað, mætti það vel vera fullkominn óþarfi og ófyrir- gefanleg þjóðarforsmán hér. Eða sæmir oss aö láta dafna hér hvíta þrælasölu, eiturlyfjaverzlun, barna- rán, bófafélagsskap og önnur skril- menningarfyrirbrigði fyrir það, að slíkt fargan hefir jafnan góöan viögang í Bandaríkjunum ? Má menning vor eingöngu biða halla. en ekki njóta neins ávinnings af fámenni voru? Ég hef eflaust á undan Á. P. boðið lösreglunni í Reykjavík að fá sérfróða menn til að rannsaka lífsferil kvenna þeirra, er hún telur vændiskonur aö atvinnu. Þetta boð mitt hefur ekki enn ver- ið þegið, og undrar mig þá ekki. aö fálega væri tekið tilboði Á. P., einkum ef hann hefur í viðræðum unf þetta mál gert sig sekan um hina sömu grautargerð sem í þess- ari ritsmíð sinni, að hræra óaðskilj- anlega saman málefnum atvinnu- vændiskvenna þeirra, sem lögregl- an hefur meira eða minna á hönd- um sér, og vandamálum barna- og unglingaverndar í Reykjavík vegna tímabundinnar sambúöar við hið erlenda setulið. Þaö er annaö dæmi um það, hve umhent Á. P er að fara rétt meö orð mín, að hann lætur svo sem bréf mín snú- ist um vandamál almenns saur- lifnaðar. og helzt á heimsmæli- kvaröa, í stað þess, sem er. aö þau snúast eingöngu um hin einstæðu kynferðisvandamál vor með sér- stöku tilliti til barna og unglinga, eins og nú er ástatt i hinni um- konrulausu höfuðborg vorri, um- setinni og ofurseldri ágangi er- lends herliðs tveggja stórvelda, ,,með einhverju því hrikalegasta hlutfallsraski“ á milli karla og kvenna, „sem sögur fara af.“ svo að ég viðhafi orð á. P. sjálfs. í upphafi fyrra bréfs míns vik ég aðeins lauslega aö þeim at- vinnusaurlifnaði. sem fyrir er, og eingöngu í því skyni að komast að efninu. Hiö litla, sem ég legg þar til mála, er í beinu sambandi við málefni barnanna. Misgáningur Á. P. á þvi, hvert sé efni og inntak bréfa rninna, endist, eins og við er að búast, til þess að gera alla rit- smíö hans og röksemdafærslu að einni hringavitleysu, og er æði á- takanlegt. úr því að misgáningur- inn er honum algerlega ósjálfráður. 4. Mörg eru nú vísindin og- þáu næsta furðuleg, og ber þó stórum

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.