Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 30.12.1943, Blaðsíða 36

Læknablaðið - 30.12.1943, Blaðsíða 36
I2Ó LÆKNABLAÐIÐ með sérstöku tilliti til bama- og unglingaverndar viS hi‘S annar- lega ástand, sem hér er ríkjandi. Ég tala ekki heldur um, hver sé sjálfsögS afstaöa lækna til þessa á- stands. Ég tók mér bessaleyfi til annars og lýsi þar sök á hendur mér: Ég tala um „eölilega afstööu íslendinga" til þessara mála, og ég leitast viö aö bregöa ljósi yfir hana meö því, sem alkunnugt er og al- viöurkennt, aö dómarar hafa og hljóta aö hafa aöra afstööu til hvers konar misferlis í sínum verkahring en læknar í sínum. Þaö er afstaða dómara að dæma engan sekan um misferli nema þaö sann- ist persónlega á hann. En þaö er hins vegar læknisafstaöa til mis- ferlis, er leiðir til slysa og hörm- unga og til læknisins kasta kemur, að reisa sem skjótast skoröur viö voðanum, án alls tillits til þess, hvort nokkur eða enginn veröur dæmdur til sektar eða svíviröu. Hvaða læknir annar en Á. P. óskar, aö ég beiðist afsökunar á, aö ég tileinki læknum þessa afstööu til úrlausnar vandamála i þeirra verkahring? 6. Því fer alls fjarri, að ég blygðist mín fyrir tillögur mínar til verndar börnum og unglingum höfuðstaöarins á þessum vand- ræðatímum, þó að lítinn byr hafi fengið. Mér er ljút't aö gera þá persónulegu játningu.aö ef egheföi verið svo óheppinn að eiga nú írumvaxta dætur og þó á ósjálf- ráða aldri, heföi ég verið svo barnalegur aö kjósa þær sem lengst i burtu úr hinu viðbjóðslega andrúmslofti þeirrar setuliös- Giómorru, sem höfuðborg vorri hefur nú verið breytt í, aö ég ekki tali um, ef ég heföi haft hinn minnsta grun um, aö þeim hætti við aö lenda á glapstigum, hve ég heföi þá fagnaö því að eiga kost á heimavistarskóla fyrir þær utan- bæjar, svo úr garði geröan sem fyrir mér vakti, og í umsjá vahns fólks. Ég met mig ekki betra for- eldri en gengur og gerizt og þyk- ist þess fullviss, aö mikill meiri hluti allra foreldra bæjarins mundi fúslega hafa fengizt til að .taka svipaða afstöðu til þessara mála, ef ekki heföi verið alla vega um þá villt. Ég veit ekki, hvort Á. P. a nokkur börn eöa engin, en mig undrar stórlega, ef hann á börn, aö hann skuli fá sig til að tala fjálglega um „truflun, kostnað, sársauka, áhyggjur, leiðindi, ó- vissu og kvíða" foreklra í sambandi viö dvöl barna sinna í öruggri höfn slíks heimavistarskóla á hin- um óvenjulegustu háskatímum, en láta sig ekki dreyma um neina slika órósemi liugans, vitandi þau á hálu svelli í miðjum voöanum. Hitt er í samræmi viö alla grautargerð hans að slengja saman í eitt undir sama heiti vændiskonum aö at- vinnu og börnum og ósjálfráöa unglingum, sem ekki er ætlandi aö sjá fótum sínum forráð viö þær aöstæöur, sem áöur en lýkur munu reynast mörgum fullorönum ærin hrösunarhella á einn eöa annan veg. Ég skýt undir dóm framtíöarinnar varnaöaroröum mínum og fátæk- legum tillögum um nokkurt viö- nám gegn einum hinum mesta voöa, sem að oss hefur nokkurn- tima steöjað, og bíð þess óttalaus, að dæmt verði á milli þeirra og hins fullkomna andvara-. úræða- og aðgerðaleysis ráömanna i ríkis- og bæjarstjórn, og þó einkum i bæjarstjórn, því að vitanlega bar henni fyrir milligöngu barnavernd- arnefndar sinnar að eiga hér frum kvæði aö óvenjulegum ráðstöfun- um gegn hinum einstæða háska — og ríkissjóði síðan aö taka drjúg- an þátt í kostnaöinum. En þar

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.