Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 30.12.1943, Blaðsíða 37

Læknablaðið - 30.12.1943, Blaðsíða 37
LÆKNABLAÐIÐ 127 sveif annar andi yíir vötnum allra flokka, sem annars konta sér aldr- ei saman um neitt, enda starfaö í þeim anda einum: að viíja ,,ekki standa í vegi fyrir, aö sem flestir gætu hagnazt af setuliöinu/- eins og svo hnittilega hefur veriö mælt f.yrir hönd einnar stofnunar bæj- arins, og ég hef lítillega vikiö aö á öðrum staö. Er hér nýr vitnis- burður þess, að allt er á sömu vís- indabók lært. Þegar um þaö er aö tefla, hvort horfa eigi algerlega aðgerðarlaust á þá siðferðilegu upplausn, sem hlýtur aö leiöa af viöskiptum viö erlent sétulið, er hér dvelur í landi tugþúsundum saman og skiptir um menn í sífellu, og þar á meöal hvort stúlkubörn borgaranna skuli með öllu látin ó- varin gegn ásælni ábyrgöarlítilla setuliösmanna, þá hefur trúnaöar- læknir bæjarins ekkert til mál- anna aö leggja annað en fræöilegar vangaveltur og glamuryrði upp úr oröabókum og lexíkónum, þar sem fjallaö er um allt annaö ástand en hér rikir, enda á þaö sér sennilega livergi á byggöu bóli nokkurt for- dæmi. Aöeins þaö — og síðan er talaö um þessi þokkalegu viöskipti með tilheyrandi barnfórnum ýmist sem algerlega óviðráöanlegt nátt- úrufyrirbrigöi eöa sem hverja aöra lögverndaða atvinnugrein bæjar- búa, er ,,viðurhlutamikiö“ sé „aö torvelda“, enda henni fundiö gyll- andi nafn sem óflekkaöast af ,,siö- gæöishugmyndum þjóöarinnar". og minnir á ráö Eiríks rauöa, er hann vildi örva viöskipti við fyrir- tæki sitt.nýlendustofnunina í Græn- landi, „því at hann lét þat menn mjök mundu fýsa þangat, ef landit héti vel“. Og loks er læknastéttin heiðruö meö því aö kalla þetta „læknisafstöðu" til málsins og við- hafðar drýldnar glósur um, „að engum eigi aö haldast uppi ómót- mælt að koma fram meö hæpnar eöa rangar fullyrðingar í natni heillar stéttar“. 7. Ég hef nú rakið grein Á. P. nokkurn veginn lið fyrir liö og á því aðeins ósvaraö, að honum var algerlega óþarft aö hneigja þar orö til, að ég gæíi því gaum, aö tryggja þyrfti framíærslu barna þeirra, er íslenzkar konur hafa alið og munu enn ala setuliðinu. Ég heí fyrir löngu vakiö athygli rík- isstjórnarinnar á þessu airiði, og er ekki mín sök, ef því verður ekki -,imit. En hvernig er þaö um Reykjavíkurkaupstað •— kemur honum þessi hlið „atvinnugreinar- innar“ ekkert við ? Það dylst væntanlega engurn, aö þessi orð mín eru stíluð sem gagn- ryni á umræddri ritsmíö A. P. Nú er þaö engan veginn sanngjörn gagnrýni, að einungis sé getiö þess, er aðfinnsluvert þykir, en hitt, sem nokkurrar viðurkenningar er vert, sé látið meö öllu liggja 1' þagnargildi. Ég fer því nú aö lykt- um vandlega yfir greinina í tor- sótta eftirleit aö því, er ég kynni aö geta viðurkennt, og sjá — ég nem hvergi staðar nema viö þetta heilræði: Meginatriðið, sem hver læknir verður alltaf að hafa hug- fast, er að segja aldrei eða rita meira en staðið verður við. Festum okkur þaö báðir vel í minni og þó einkum sá okkar ræki- lega. sem heilræöisins hefur meiri þörf. 3% 1944. Vilm. Jónsson. Berklaveiki að réna í U. S. — Ariö 1900 dóu 175 af 100.000 íbú- um í U. S. Síðan hefir dánartalan lækkað stöðugt og var aðeins 55 : 100.000 áriö 1040. (T.A.M.A. %’42). G. H.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.