Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.1944, Blaðsíða 8

Læknablaðið - 01.06.1944, Blaðsíða 8
130 kasta af sér þvagi, en gat sofi'ð í um 8 tíma, ef hann gætti þess að nota pituitrinið. Um tima reyndi hann, að mínu ráði, að taká pituitrin í nefið í bóm- ull. Þetta verkaði nokkuð, en mun lakar en inndælingin. En þegar tókst að fá pituitrinduft, þ. e. pituigan eða pituin, fór hann að taka það i nefið. Mun hann hafa tekið það í nefið 5—6 sinnum á dag, og gat þá losnað við þorstann, en diuresis var aðeins 3—4 lítrar. Árin 1938—39 var hann mjög þjáður af obstipatio. Hann hafði að vísu fulla hægðaþörf, en sökum atonia gekk honum mjög illa að losna við hægðir. Samfara þessu tók hann að þjást af miklu, almennu máttleysi og þrekleysi. Stundum hafði hann ekki hægðir í heila viku og varð að nota pípu. Samfara máttleysinu fór málfær- ið að breytast. Það varð drafandi og hann mjög seinmæltur. Minnið tók að minnka á þessum árum ('38 — 39), og hann fór að verða reik- ull í göngulagi, svo að hann var stundum talinn drukkinn að ósekju. Átti hann erfitt með áð halda jafn- vægi og varð að ganga við staf. Fæturnir hlýddu seint og illa, og sama máli gegndi um hendur, en hreyfingar jjeirra fóru að verða ó- nákvæmar. Hann hafði aldrei höf- uðverk, flökurleika né uppköst. Eitt sinn, sumarið 1939, fékk hann. hita- hækkun og skjálfta, og stóð þetta i sólarhring, en féll j)á niður. Með- an á því stóð, fékk hann tilefnis- laus grátköst, án leiðindakenndar. Fannst honum sem j)etta væri ekki hann sjálfur og honum fannst þessi grátur frámunalega kjánalegur. Aldrei fékk hann hlátursköst né hikstaköst og ekki grátköst nema við þetta tækifæri, meðan hitinn stóð. Saltmeti hafði engin áhrif á þorsta hans. LÆKNABLAÐIÐ Árið 1937 um veturinn var hann mjög þjáður af svefnmóki. Var hann þá lagður inn á Landspítal- ann, og sýndu myndir af cranium sinuitis maxillaris, og var gert að ])ví. Batnaði þá svefnmókið, hvort sem það var post eða propter, en þó má geta þess, að sumir fræði- menn telja, að óeðlileg syfja fylgi stundum sinuitis. Einstaka sinnum varð hann var við diplopia, sem færðist heldur i vöxt. Hann gat vel lesið í bók, en taldi, að hann ætti bágt með að sjá niður fyrir sig, likt og títt er um tabessjúklinga, en luesj)róf voru neikvæð. Þegar sjúkdómurinn byrjaði, hvarf libido á skömmum tíma, og erectio hvarf smám saman með öllu. Hann var mjög kulvís upp á síð- kastið, svitnaði aldrei. Hann stund- aði t. d. fimleika árið 1935. tveim árum eftir að sjúkdómurinn hófst, en kom aldrei út á sér svitanum og heldur ekki svitnaði hann við erfið- an akstur á heitum sumardögum, en sviti var áður eðlilegur. Hárið reittist ekki af honum né gránaði. Fingrum hætti til að hvítna upp og dofna. Hann þoldi mjög illa vín, og eitt sinn var eg kvaddur til hans, er hann hafði bragðað vín, þó aðeins Iítið. Var h'ann þá með cyanosis og öndunarerfiðleika, og virtist mér allt minna helzt á bulbær-einkenni, en öndunin lagaðist við öfluga cora- mininndælingu. Eg skal nú skýra frá rannsókn- um, er gerðar voru á honum ambul- ant í jan. 1940. Hæðin var 170 cm, þyngd 80.5 kg. i fötum. Púls 80. Tensio 140/95. Öndun 16 á mínútu, einkennilega hávær og djúp, líkt og hjá sof- andi manni. Greinileg cyanosis á höndurn,

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.