Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.1944, Blaðsíða 9

Læknablaðið - 01.06.1944, Blaðsíða 9
LÆKNA B LAÐ IÐ húðin þar þunn og gljáandi, en eðli- leg annars staðar. Háralag eðlilegt á höfði, axillae og á pubes. Andlega var sjúklingurinn sljór, virtist áberandi hirðulaus um sjálf- an sig á móts við það, seð áður var, fyrir 3 árum. Minni virtist nokkuð sljóvgað og andleg við- ljrögð sein. Málið hikandi, seinfært og drafandi. Fyrir ofan vinstri augabrún var um 3 cm langt ör, og undir því töluvert djúp lægð í beinið. Abducens paresis var vinsta meg- in, en ekki á háu stigi. Þó hætti honum við að draga vinstra auga í skjálg til þess að það truflaði ekki. Þá virtist vera um að ræða asynergi við augnhreyfingar, þau fylgdust illa að. Hann hafði mjög sterkan nystagmus horizontalis með „rotatoriskum komponent'1 við hlið- arhreyfingar, en ekki sást nystagm- us verticalis. Sjónsvið, sjónop og fundus var eðlilegt. Sömuleiðis sensibilitas i andliti. Vottur af perifer facialis paresis var vinstra megin. Tungan var þunn og virtist víkja til hægri. Heyrn virtist lítið eitt minni vinstra meg- in, en heyrnarsviðið var eðlilegt. Weber, Rinne og Schwabach eðli- legt. Vöðvaaflið var yfirleitt litið, og erfitt að átta sig á, hvort um reglu- lega paresis í útlimum væri að ræða. Sensibilitas eðlileg. Tonus var greinilega minnkaður í vöðvum út- lima, öllu meira vinstra megin. Ef hann var látinn lyfta höfði, án þess að hjálpa til með höndunum, tók- ust fætur hátt á loft, einkum vinstri. Stewart-Holmes -t-. Greinileg ataxia var finnanleg og minnti mest á cere- bellum, og kom aðallega fram sem asynergi. Einnig greinileg dysdia- dochokinesis og nokkur dysmetria, einkum vinstra megin. Trofik og 131 reflexar virtust nokkuð eðlileg. Þó voru patellarreflexar greinilega pendulerandi (fætur sveifluðust fimm sinnum fram og aftur, er hann var látinn sitja uppi á borði við prófið, og var það í samræmi við þá hypotonia, sem greinileg var) Yfirborðsreflexar fengust fram. Liðskyn og djúpskyn eðlilegt, og engin truflun á stereognosis. Rom- berg -r-. Gangur var slagandi, en atypisk- ur, einna helzt cerebellar. Skrift var eðlileg, a. m. k. ekki megalografi. Blóðrannsóknir (blóðstatus) sýndu ekkert sérstakt. Blóðurea var aðeins 18,2 mgr. %. Plasmakalíum 19.4 (norm.). Plasmacalcium 10.1 mgr. %. Plasmanatrium 319 mgr. %. Plasmachlorid 389 mgr. %. Þvag var 7 litrar á 10 tímum, ef honum var leyft að drekka, en bann- að að taka pituitrin i nefið. Sólar- hrings þvag var 5 lítrar, er hann tók pituinduft 6 sinnum í nefið. Eðlisþyngd var 1006—1007. NaCl í þvagi var 0,9 pro litra. Reynt var að gera þorstapróf. Tók hann pituin í nefið kl. nýí um kvöld og drakk 400 grömm af vatni um leið. Hann svaf í 9 tíma, en gat síðan þolað þorsta í 5 tíma án þess að drekka eða taka pituin, alls 14 tímar. Þvagmagnið var 2250 ccm., eðlisþyngdin 1006. NaCl í þessu þvagi mældist hið sama og áður, eða 0,9 gr. pr. lítra. Þvagið var því í bæði skiptin mjög illa concentrerað að því er varðar NaCl, eða um 0,9 gr. í litra af þvagi. Með tilliti til þvagmagns- ins, sem var óneitanlega mikið, var sólarhringsmagnið af NaCl 2—3SV. minna en venjulegt er, og nálega 7 sinnum minna en i blóðinu, því að sé chlorid í blóði umreiknað í NaCl., yrði NaCl. í plasma 643 mgr. %, sem er í hæsta lagi, á móti 90 mgr. % í þvagi.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.