Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.1944, Blaðsíða 12

Læknablaðið - 01.06.1944, Blaðsíða 12
134 LÆKNABLAÐIÐ dóminn koma upp úr ischias og Lhermitte eftir læsio í n. ischiadicus. Þannig mætti lengi telja. Hér virS- ist því vera um að ræða syndroma, er getur stafað af æðimörgu, og þykir mér ekki ósennilegt, að erf- iðið og beinútvöxturinn eigi sam- eiginlega sökina í þvi tilfelli, sem hér er frá skýrt. Venjulega er myotonia aðaleinkennið, en hyper- trofia er ekki nærri alltaf til staðar. Mönnum her saman um, að þetta syndroma eða sjúkdómur, ef rétt er að kalla það sjúkdóm, sé á engan hátt ættgengur sjúkdómur, og her því að greina hann frá Thomsens sjúkdómi — myotonia, congenita — og Eulenhurgs sjúkdómi •— para- myotonia congenita — þótt reactio vöðvanna sé mjög svipuð. Histologisk rannsókn á slikum vöðvum er talin sýna röskun á hlutfallinu milli hinna grófu, rák- óttu vöðvatrefja, er dragast fljótt saman og eru í þjónustu sjálfráðra hreyfinga fkinetiskur tonus) og hinna órákuðu sarcoplasmatref ja, er reagera hægt og slaknar seint á og eru i þjónustu hins statiska eða plastiska vöðvatonus að talið er, samkvæmt kenningum Hunters og Elliot Smith. Þegar um er að ræða myotonia er talið, að hinna hægvirku statisku sarcoplasmatref ja gæti miklu meira en hinna hraðvirku kinetisku samdráttartref ja vöðvanna og af því stafi fyrirbrigðið. Reynt hefur verið að meðhöndla þessa sjúklinga með þvi að gefa þeim fyrst thyreoidea lyf um tíma, svo sem i hálfan mánuð, en siðan atropinmeðferð um langan tima, eftir tillögum Weiss og Kennedy og þykjast menn hafa séð nokkurn árangur af því i hili. Aðrir hafa reynt calcium chlorid og acidum acetylosalicylicum. Eg ráðlagði þess- um manni aðgerð á beinútvextin- um, en hann gat þá ekki komið því við, og fór hann þá með thyreoidea- atropin meðferð. Eg veit þvi miður ekki hvernig honum hefir reitt af, því að ég hefi ekki séð hann síðan, en eg hef enga trú á að sú meðferð gagni meðan hann hefur exostosuna. 3. Athyreoidosis. Þriðja tilfellið, sem ég ætla að lýsa, er telpa, G. S. H., 3 ára rúm- lega, er kom á 3. deild Landspítal- ans, er ég var þar árið 1935 og hef- ir prófessor Jón Hj. Sigurðsson góðfúslega leyft mér að skýra frá tilfellinu. Faðir teþtunnar var taugaveiklað- ur, en móðirin heilsuhraust. Bróðir telpunnar, þá 12 ára, var frískur, en 2 systur dóu 2 ára, önnur úr heilabólgu að sögn, en um dánar- mein hinnar er ekkert kunnugt, þar eð læknir sá hana ekki í hanaleg- unni, en móðirin telur, að það hafi verið eitthvað í höfðinu, er líktist sjúkdómi hinnar, heilabólgunni. Sjúklingurinn var 14 metkur. er hún fæddist og var eðlileg i út- liti, en Jiegar frá fæðingu voru hægðir tregar og hafa aldrei komið nema með pípum, er gefnar voru ca. 3ja hvern dag. Saurinn ávallt daunillur. Kviður hefir verið upp- þembdur og harður og hefir barn- ið oft virzt fá kvalir þar, verið ó- vær og grátið mikið yfirleitt. Er telpan var þriggja mánaða virtust einkennin heldur ágerast. Hitasjúk- dóma hefir hún ekki fengið aðra en influenzu sumarið 1934 og var hún þá lengi talin veik í lungum, þá tæpra tveggja ára. Barnið var framfaralaust frá upphafi að heitamá. Hún tók fyrstu tennurnar 2 árs og engar fleiri bættust við. Hún hefir aldrei getað setið uppi eða skriðið, hvað þá staðið upp, en hreyfir þó alla limi liggjandi. Haúsamót hafa ekki gró- ið sajnan, Njeyingin jafnan lítil og

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.