Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.1944, Blaðsíða 19

Læknablaðið - 01.06.1944, Blaðsíða 19
LÆKNA B LAÐ IÐ lingavemdar í Reykjavík Þetta hefir nokku'Ö til síns máls, en er honum sjálfum aÖ kenna, eins og hann óbeinlínis viðurkennir í upphafi síðustu málsgreinar kafl- ans, því hann grautar þessu sjálf- ur saman og verður ]>ví minn graut- ur uppsuða af' grauti hans, en um misgáning frá minni hálfu er þar alls ekki að ræða. 4. Nú spyr V. J. um það, á hvaða stjörnu ég sé, og ofbýður alveg, að ég skuli ekki þekkja ráð til þess að „hnekkja lausungarsam- bandi karla og kvenna“. Síðan spyr hann hvort ég hafi aldrei heyrt tal- að um sómatilfinningu, gott uppeldi, siðgæðishugsjónir, trúarbrögð, klausturskóla kaþólskra og það, að á íslenzkum heimilum, hafi „ein- hleypar konur og einhleypir karlar öld eftir öld á hundruðum heimila sofið drum saman*) í sömu her- bergjum og þó gætt alls sóma í kynferðilegum efnurn". Svar mitt er þetta: Eg er á sömu reikistjörn- unni og Vilm. Jónsson, á jörð mann- legra takmarkana, ástríðna og breyskleika. Eg hefi heyrt getið um allt í upptalningu hans, sóma- tilfinninguna og siðgæðið, lært það í barnaskóla, að kristni hafi verið lögtekin á íslandi árið 1000; ég hefi lesið um baðstofusamvistir Is- lendinga og Stóradóm, þrátt fyrir allan svefninn, og ég hefi líka lesið um eitthvað, sem fundizt hefir rnilli þils og veggjar í húsum kaþólskra manna. En engu að síður og þrátt fyrir allt ])etta, sem hann telur upp, lýsir landl. siðferðismálunum hér eins og fram kemur í bréfum hans, og sér hann þá árangurinn af þessu öllu. Nei, því miður, þetta hefir ekki dugað og býst ég ekki við, að það fái rnikinn byr, þótt V. J. reyni á ný að fá upp stofnun i líkingu *) Leturbreyting min. 141 við Kleppjárnsreykjahælið sáluga, til þess að sannprófa þessar betr- unaraðferðir á. Kem ég ])á að lögskýringu V. J. og heilræði hans mér til handa, að leita ekki til sérfróðra manna um skýringar á alvarlegu vandamáli. Þessa ráðleggingu hans hefi ég að engu og myndi jafnvel, ef á þyrfti að halda, leita til hans, vissi ég hann sérfróðau um nokkurn skap- aðan hlut. Hvað vill landlæknirinn eiginlega veri að burðast með lækna- ráð, skipað sérfróðum mönnum úr sjálfs hans fyrrverandi starfsgrein, þegar hann með allt brjóstvitið þyk- ist ekki þurfa að leita sérfræðinga utan ])essarar greinar ? En vitaskukl er læknaráðið bráðnauðsynleg stofnun og illa trúi ég því, að em- bættisbréf landlæknis hefðu orðið til í þeirri mynd, sem þau birtust i Heilbrigðisskýrslunum, árinu áður en efni stóðu til, ef málið hefði verið lagt fyrir læknaráð og það fengið að taka ákvörðun um það. Hitt er svo annað mál, að blíðusala er fyrst og fremst þjóðfélagsmál, sem ég hygg að læknaráðið hefði visað frá sér, hefði það fengið það til meðferðar. En þegar þetta var á döfinni, hefir læknaráðið ekki verið komið til skjalanna, og því ekki getað verkað sem hemill á land- lækni. Eg lagði þetta lögfræðiatriði fyr- ir hæstaréttarmálflutningsmanninn, án þess að geta um álit mitt eða vilja i þessu máli. Hann athugaði það og bar það undir einhverja starfsbræður sína. Niðurstaðan varð sú, er getur í grein minni. Öllu þessu vísar landlæknir á bug, og í mikillæti sínu, minnugur þess, að hann er uppgjafa-])ingmaður og héfir tekið þátt í setningu þessara laga, sem sjálfur konungurinn hefir staðfest (eins og það sé eitthvað sérstakt um þessi lög, að konungur

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.