Læknablaðið - 01.06.1944, Blaðsíða 13
LÆKNAB LAÐ 1Ð
J35
léleg. Reynt hafÖi veri'S að gefa
henni bæði smjör og lýsi, en þá
versnaði lystin og var þá hætt við
það.
Við og við höfðu hendur og and-
lit þrútnað að nóttu, en jafnan hvarf
sá þroti á daginn. Svefn ávallt
óvær. Ekkert orð hafði hún lært
að segja, en virtist þó þekkja móð-
ur sina. Hún sneri sér eftir hljóði
og augnveiki hafði engin verið.
Barnið var mjög lítið, lengdin ó-
nákvæmlega mæld, reyndist 62—63
cm. Það var grindhorað og veiklu-
legt, eins og öldungur í framan,
andlitið hrukkótt og munnurinn
nijög stór, turgor lítill í húð. Þyngd-
in var 5 kg. Hárið var þunnt og
mjög gisið. Stóru hausamótin opin,
3,3 cm. í diameter. Höfuðið tiltölu-
lega stórt og mesta ummál þess yf-
ir tubera parietalia 42 cm. Ummál
bols um nafla var 40 cm. Engin
einkenni fundust um craniotal)es.
Efri gómur tannlaus með öllu, en
finna mátti fyrir 2 tönnum í neðri
góm. Tannholdsröndin var þykk og
þrútin, en ekki verulega rauð. Augn-
hvarmar rauðir og þrútnir, en veru-
leg conjunctivitis bulbi sást ekki.
Lítilsháttar microadenia á hálsi
vinstra megin, en eigi önnur ein-
kenni um eitlaþrota. Ofurlítill rós-
inkrans á thorax, en að öðru leyti
var brjóstlagið ekki mjög óeðlilegt
nema hvað curvaturae stóðu all-
mikið út báðum megin.
Við hlustun á lungum heyrðust
slímhljóð á baki, en öndun var alls
staðar skörp.
Kviður var þaninn, nafli stóð
fram, og virtist dálitil diastasis
milli musc. recti abdom., einkum
ofan til. Kviður var annars mjúkur
og engar óeðlilegar deyfur. Ekki
tókst að finna til lifrarinnar, en að-
eins til broddsins á miltanu. Sahli
var 33% corr. Blóð var í hægðum
0g katalasereaktion en hvorki neu-
tralfita, fitusýrukrystallar né
sterkja. Hægðir mjög daunillar,
ljósgulleitar, kekkjóttar og klessu-
kenndar. Telpan fékk vaxandi hita
og dó úr bronchopneumonia, rúm-
lega 3 vikum eftir komuna í spital-
ann. Hún var lögð inn vegna rach-
itis, en klinisk diagnosis deildarinn-
ar var dystrofia. Rachitis lev. grad.,
Bronchopneumonia. Hormonskort-
ur. Ekki var unnt að skera úr því in
vivo, hvort um væri að ræða stór-
kostlega dysfunctio af hálfu hypo-
fysis cerebri eða Gl. thyreoidea, en
])etta tvennt var haft í huga.
A sectionsborðinu mældist telp-
an 60 cm. að lengd, en þyngdin var
4200 grm. Hið athyglisverðasta er,
sectio sýndi, var að GI. thyreoidea
vantaði og með berum augum sást
enginn thyreoidea-vefur meðfram
ductus thyreoglossus.
Hjartað vó 45 gr., miltið 8 gr..
lifrin 150 gr., hægra nýra 23 gr. en
vinstra nýra 32 gr.
Að öðru leyti skal þetta tekið
fram: Á gegnskurði lungna sáust
gómstórir. þéttir blettir á víð og
dreif, d: bronchopneumonia. Acin-
usteikning í lifur var útmáð.
Vinstra nýra var á réttum stað,
en hægra nýra lá framan á columna
og þó meira v. megin og neðan við
hitt nýrað. Var hægra nýrað útflatt,
kringlótt og pelvis að framan. Uret-
er gekk frá þýí í boga yfir til
hægri og kom á réttum stað í
blöðruna. Renculi skipting allgreini-
leg á báðum nýrum. A gegnskurði
voru i flestum pyramidum, radier-
andi. gráhvítar, glitrandi rákir o:
þvagsýru infarcti.
Uterus lá meira vinstra .megin.
Hægri tuba mjög löng og lá hægra
ovarium fyrir ofan crista iliaca.
Höfuðbeinin voru mjög hörð, svo
að þau varð að saga, en beinamót
yoru eins og i nýfæddu barni, fon-