Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.1944, Blaðsíða 14

Læknablaðið - 01.06.1944, Blaðsíða 14
136 LÆ K N AB LAÐ I Ð tanellae söniuleiöis. Hypofysis cere- bri var á stær'Ö vi'Ö bláber. Epiphysis femoris var tæplega baunarstór beinkjarni, epiphysislína hvit, skörp. Diaphysis var mjög hörÖ, svo að hún varÖ ekki klofin með hníf. Sections diagnosis var : Athyreoi- dosis. Dystrofia generalis. Broncho- pneumonia. Enteritis. Heterotópia renis déxtri et ovarii dextri. In- farcti acidi urici renuum. Hér var þá um að ræða telpu, er vantaði gl. thyreoidea auk annarra missmíða og dó er hún var 3. ára og 2. mánaða. Eins og ljóst er af framansögðu, hafði hún utn þroska nær staðið i stað frá fæðingu. Lengdin var um 60 cm, en hefði átt að vera rúm- lega 90 cm., þyngdin var 4200 gr.. en hefði átt að vera um 14 kg., ef allt hefði verið með feldu. Eg fjölyrði ekki frekar um ])etta til- felli. Aðeins skal á það bent, að athyreoidosis er mjög sjaldgæft fyrirbrigði, og mun tæpast hafa verið skýrt frá nema 20—30 til- fellum i læknabókmenntunum. 4. Silicosis. Fjórða og síðasta tilfellið er eg þkýri frá er karlmaður, P. Þ., fæddur 2/3 1888, er sótti um ör- orkulífeyri i fyrra vetur, þá 54 ára. Kvartanir hans voru mæði og þyngsli fyrir brjósti. ásamt al- mennri vanlíðan og þrekleysi af þeim sökum. Mæðin og brjóst- þyngslin tóku að há honum til muna kringum 1939, en hafa farið smá versnandi síðan. Hann hefur hvorki haft hita né svitnað um næt- ur, en hóstað mikið og uppgangur froðukenndur. Matarlyst sæmileg, hægðir treg- ar en þvaglát eðlileg. Svefn jafnan góður, nema hósti og almenn van- líðan hafi bagað. Hann hafði leg- ið á Landákotsspítala þá um vorið og einnig um haustið vegna brjóst- veiki, án þess að fá bata. Hann var skoðaður af Þórarni Sveinssyni lækni þ. 7/12 1942. Sjúklingurinn var í meðalholdum, cyanotiskur i andliti. Thorax dálítið aflagaður, að líkindum vegna bein- kramar í æsku. Við percussio var yfirleitt stuttur tón yfir lungunum í heild sinni. Við auscultatio heyrð- ist lítið til öndunar, og virtist sem lungun mundu vera loftlítil með hliðsjón af þvj, að percussions tónn var stuttur, cyanosis i andliti og á höndum, öndunartíðni 32 á min- útu í fullkominni hvíld, en hjarta- tónar reglulegri, ])ó að vísu nokkuð daufir. Tensio var 150/95. Maður- inn var stirður til hreyfinga í hrygg og útlimum, og mæÖi fljótt til baga. Þessi sjúklingur hafði fengizt við steinhögg um langt skeið á veg- um Reykjavíkurbæjar. Þórarinn Sveinsson taldi mestar líkur til, að hér væri um silicosis að ræða, eftir kliniskum einkenn- um að dæma, og sendi sjúklinginn til nánari rannsóknar á Berkla- varnastöð Reykjavíkur, er lét taka röntgenmyndir af thorax. Sýndu myndirnar grófan struktur út frá hilusregiones báðum megin. Sums- staðar sáust smáir, þéttir blettir bas- alt í lungunum, likt og sést við silicosis og ,,er ekki óliklegt, að unt slikt geti verið að ræða“, segir í umsögn röntgendeildar. Arcus aort- ae var töluvert prominerandi. Rönt- gendiagnosis: Fibrosis regionum hilarium. Silicosis. Eg tel. að litill vafi sá á, að hér sé um silicosis að ræða. Hygg eg. að þetta sé fyrsta tilfellið hér á landi, þar sem silicosis hefir fund- izt, og var sjúkdómurinn viður- kenndur sem bótaskyldur atvinnu- sjúkdómur af Tryggingarstofnun ríkisins,

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.