Læknablaðið - 01.06.1944, Blaðsíða 22
144
gremja hans hafi ekki veri'Ö mest
vegna þeirra atriða i grein minni,
sem hann svaraði, heldur miklu
fremur vegna þeirra, sem hann
leiddi hjá sér að svara. Mér þykir
leitt, hafi ég valdið sársauka á við-
kvæmum stöðum, en hjá þessu varð
ekki komizt málefnisins vegna.
Árni Pjetursson.
Leiðrétting'.
í grein minni ,,Læknisafstaða“ í
Lhl., 5. thl., 2. línu, 1. mgr., stend-
ur: „ekki ósjaldan", i stað „ekki
sjaldan", eins og í handritinu stóð.
Á. P.
Barnið „liggur í grasinu“ með-
an ekki er skilið á milli. Þetta er
gamalt mál. Englendingar segja
líka “lying in the straw”. Líklega
er þetta orðatiltæki frá þeim tím-
um er torfgólf voru stráð hálmi
e;Sa heyi og konan „lá á gólfi“.
Aðalfundur L. R.
var haldinn í Háskólanum þ. 8.
marz siðastl. Stjórn félagsins, þeir
Valtýr Albertsson, Theódór Skúla-
son og Bergsveinn Ólafsson, baðst
undan endurkosningu. Valtýr hefir
verið formaður L. R. síðastl. 2
ár, og auk þess um alllangt skeið
áður, en Bergsveinn gjaldkeri sið-
astl. 7 ár. Nýja stjórnin er þannig
skipuð : Þórður Þórðarson, sem áð-
ur hefir verið ritari 1„ R. í mörg
ár. var nú kosinn formaður, Krist-
inn Stefánsson ritari og Kristbjörn
Tryggvason gjaldkeri. Meðritstjór-
ar Læknablaðsins, þeir Óli Hjalte-
sted og Kristinn Stefánsson, báðust
undan endurkosningu. í stað þeirra
voru kjörnir Björn Sigurðsson frá
Veðramóti og Jóhannes Björnsson
(stjórn L.R. ræður aðalritstjóra til
eins árs í senn).
Aðalíundur
Læknaíélags íslands
verður haldinn, að öllu forfallalausu, í Reykjavík
dagana föstudaginn og laugardaginn 25. og 26. ágúst.
Aðalfundarefni verður launamálið, kjör héraðslækna
og annara embættislækna yfirleitt.
Ennfremur nýskipun læknishéraða og læknaskortur
í sveitahéruðum.
Fundarboð með dagskrá verður hverjum félagsmanni
sent síðar.
Stjórn L. R.
Afgreiðsla og innheimta Læknablaðsins er i Félagsprenlsmiðjunni h.f..
Reykjavik. Simi 1640. Pósthólf 570.
Félagsprentsmiðjan li.f.