Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.1944, Blaðsíða 16

Læknablaðið - 01.06.1944, Blaðsíða 16
13« LÆKNAB LAÐIÐ Ekki gaf hann sig' þó við ritstörf- uni opinberlega svo verulegu næmi, en allt sem frá hans hendi birtist sérlega lipurlega óg skemmtilega framsett. Voru at- hugasemdir hans í heilbri gðis- skýrslum oft svo sláandi og skemmtilega íramsettar að dag- blöðin gátu ekki á sér setiö aö endurprenta þær til bragöbætis lesendum sínum. Lengstu greinar hans voru um mænusóttarfaraldur í héraðinu 1935 og birtist sem kafli III. í heilbrigðisskýrslum fvrir það ár, og grein um berkla- varnir i Hlin. Jón Árnason byrjaði nokkuð ])roskaður nám, og var fyrir bekkj- ar- og skólasystkinum að þroska. Neytti hann þeirra áhrifa er þetta gaf honutn jafnan til þess er þetur mátti fara, og vann sér þannig trausta vináttu félaga sinna og virðingu kennaranna. Sömu vin- sældir hlaut hann meðal sam- verkamanna sinna fyrr og síðar. Hann var mikill vexti og sópaði að honum í framgöngu. Svipmikill og sviphreinn, góðmannlegur og glettinn, hreinskilinn, hollráður og traustur í hverri raun er hann okkur skólasytskinum, starfs- bræðrum og öðrum sem hlutu þá gæfu að kynnast honum og hljóta vináttu hans ógleymanlegur. E. E. Herfileg Vilmundur Jónsson landlæknir svarar i 7.—8. tbl. Læknablaðsins grein minni i 5. tbl. í svari þessu skiptir hann máli sínu í 7 töluliíSi, auk upphafs og niðurlagsorða. Tel ég mér skylt, málefnisins vegna og lesenda blaðsins, að svara þessu nokkrum orðum, lið fyrir lið. í formálsorðunum segir V. J., að eg muni telja mig „öðrum fremur sérfróðan og dómbæran“ um það efni, sem hér um ræðir. þ. e. blíðu- sölu og kynferðismál, og skal ég ekki neita því, að þetta er, skrum- laust, skoðun mín, en þó að við- hættum orðunum: hérlendra manna. Brýnir hann það fyrir góðfúsum lesanda, að ætla ekki að hann haldi sér til jafns við mig um þessi fræði, og tek ég þau orð eins og þau standa þar letruð, og tel þau réttmæt. Þá segist hann og munu gæta þess trú- lega, að halda sér við hina „alþýð- legu hlið málefnisins, en sneiða afstaða. hjá hinu, seni háfleygara er“. Þarna gerði hann mér grikk, því að ég hafði í grein minni heitið þvi, að ræða málið eingöngu fræðilega. Er það að vísu allhart, að geta ekki fengið yfirmann stéttarinnar til að ræða alvarlegt vandamál á fræðileg- um grundvelli, fyrst að hann gerð- ist til þess, að bera fram tillögur í því við ríkisstjórnina, og skýra það fyrir foringja úr setuliðinu. Eii hvernig stcndur á trcgðu V. J. til þess að taka mál þctta frá frœði- lcgri lilið? Eg hefi ekki getað fund- ið svar við þeirri spurningu, nema ef væri það, sem hann segir í 2. tölulið greinar sinnar: „Sjálfur má ég með blygðun játa á mig mikið sakleysi í þessum efnum.“ Enginn hefir nokkru sinni, svo ég viti.bendl- að þenna háttsetta embættismann við ósiðsemi í kvennamálum og get- ur því þessi yfirlýsing hans ekki skoðazt sem persónuleg vörn gegn

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.