Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.1944, Blaðsíða 17

Læknablaðið - 01.06.1944, Blaðsíða 17
LÆKNABLAÐ I Ð 139 slíkum áburði, enda orÖinu „blygð- un“ þá ofaukið í því sambandi. Hug- takið „sakleysi" í þessari setningu getur þvi vart þýtt annað en van- þekking, fákunnátta eða þ. h., í lík- ingu við það „sakleysi“, er sumir foreldrar þykjast vilja varðveita hjá börnum sínum að því er snert- ir kynferðismál, og ljera fram þessa varðveizlu ,,sakleysisins“ sér til málsbóta, er ])eir leyna börnin því rétta í þeim efnum, en gefa þeim þess í stað rangar eða lognar skýr- ingar á þeim hlutum. Væri þetta svarið, er þetta ,,sakleysi“ ekki sak- laust og ekki fremur hjá V. J., ráðu- nauti ríkisstjórnarinnar. en foreldr- um, ráðunautum barnanna. En sé þetta samt sem áður rétta svarið, þá skil ég hvorttveggja, blygðun bans og tregðu og ennfremur fyrir- sögn greinar hans, sem á þá við hann en ekki mig. Koma þá töluliðirnir: 1. Orðið blíðusala yfir útlenda orðið prostitution, hefi eg myndað feins og mörg orð önnur yfir hug- tök úr kyneðlisfræðinni) eftir orðasambandinu „að selja blíðu sína“, sem haft er um konur. sem ])etta gera. Orðið er dágott. munn- tamt, hlutlaust og sízt verra en t. d. orðið „hringhugasýki*'. sem V. J. mun kannast við. Orðið blíðusala er að vísu ekkert kjarnyrði, en seg- ir nokkurnveginn það, sem því er ætlað; og spái ég því langlífi i tung- unni, ekki síður en orðinu ,,kyn- ]>okki“ (sex appeal), sem ég á lika. og er þegar komið í málið, en nær þó ekki fyllilega ])eirri merkingu, sem því er ætlað að túlka. Eg skil þvi ekki óbeit V. J. á orðinu „blíðu- sala“ nema sem hluta af óbeit hans á fræðimennsku yfirleitt. Vissulega getur V. J. haldið á- fram að nefna morðin morð, en sjálfsagt myndu sérfræðingar í morðmálum flokka þau án þess að spyrja V. J. Ieyfis og tala um „morð til fjár“, „hefndarmorð“, „sjálfs- morð" o. s. frv. Sama máli gegnir og um kynferðisvandamálin. Síðast í þessum lið gefur V. J. í skyn. að „siðgæðishughmyndir þjóðarinnar" kunni að vera illa þokkaðar af mér. Eg hefi ekki gef- ið neitt tilefni til slíkra ummæla um afstöðu mína til þessara hug- mynda. Það er allt of stórt mál til að taka afstöðu til í einu lagi. En þar sem hann telur siðgæðis- hugmyndir þjóðarinnar „einmitt vera býsna nærri kjarna þeirra mála“, ]). e. kynferðismálanna, þá tel ég svo alls ekki vera um sumar þeirra. 2. Fyrst i þessum lið getur V. J. þess, hvaðan hann hafi það, að íslendingar hafi stært sig af þvi, að hér væri ekki eða litið stunduð bliðusala. Það er úr auglýsingabók um Island eftir Vilhjálm Stefáns- son, að vísu útlending, en sem er af islenzku bergi brotinn og les is- lenzku. Eg þakka V. J. þessa til- vitnun. ])ví að ég safna þessu, en hafði ekki bókina séð. Reyndar veit ég ekki hvaðan Vilhjálmur hefir ])etta, og er það skaði. Hann er ó- kunnugur hér heima af eigin raun. Eg hafði hinsvegar lesið grein Ste- fáns Einarssonar prófessors, „Ice- landic literature, Sex problems in", í Encyclopedia sexualis, New York 1936, og ekki getað fundið það þar. í ])eirri skemmtilegu og fróðlegu grein rekur Stefán það, sem honum þykir einkenna og einkennt hafa íslendinga í kynferðismálum, eftir ])ví sem ráða má af bókmenntum j)eirra, allt frá Ara fróða og til Hall- dórs Kiljans. Að vísu minnist hann þar ekki á bliðusölu Islendinga, hvorki að fornu né nýju, en af því ræð ég helzt það, að honum hafi ekki fundizt það ómaksins vert, tal- ið, að hún hafi ekki verið frábrugð-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.