Læknablaðið - 01.06.1944, Blaðsíða 10
132
LÆK NAB LAÐ IÐ
Eg skal ekki fjölyroa miklu meira
um þennan sjúkling. Hann hafÖi
öll einkenni um diabetes insipidus,
en auk þess greinileg einkenni frá
taugakerfi. Taugakerfiseinkennin
minntu mest á cerebellum, en gátu
þó jafnvel veric') frá regio frontalis,
því aÖ það er ekki sjaldgæft, að
sjúkdómar þar geti minnt á cere-
bellum. Hugsanlegt var, að um væri
a'Ö ræÖa cystis í lob. írontalis, er
ylli þrýstingi, er kæmi fram í hypo-
fysis og cerebellum og jafnvel med-
dulla oblongata, sbr. köfnunarein-
kennin, er ég lýsti, og sjúklingur-
inn fékk, er bann neytti víns, og
gátu skýrzt af hyperæmi í beilabúi.
Diagnosis var þó öll mjög vafasöm,
því aS tilfelliÖ er áreiSanlega mjög
sjaldgæft.
Eg sendi sjúklinginn til Kaup-
mannahafnar til Dr. Busch, til rann-
sóknar og e. t. v. aSgerSar, og fór
hann meS síSustu ferS Gullfoss
1940. Sjúklingurinn dó, er þangaS
var komiS, og sýndi sectio, aÖ um
var aÖ ræÖa atrofia cerebri. Eg
hefi ekki fengiÖ neina vitneskju um
histologiskar rannsóknir á heila
hans, en hefi hug á aÖ afla henn-
ar, er tækifæri gefst.
Eg skal geta þess eins til viÖbót-
ar. aS á taugasérfræÖingaþingi í
Stockhólmi 1938, var fluttur fyrir-
lestur um atrofia cerebri posttrau-
matica, og sýndar margar röntgen-
myndir til sönnunar, teknar aÖ af-
staSinni loftinndælingu. Hjá þess-
um manni var um að ræða alvar-
legt trauma capitis meS infractio
i regio frontalis sin., 23 árum áð-
ur en sjúkdómur þessi hófst. Eg
tel ekki óhugsandi, aÖ samband
kunni að vera þarna á milli, en ekk-
ert skal eg þó fullyrSa um þaÖ.
2. Myotonia acquisita.
AnnaÖ tilfellið, sem eg ætla að
segja frá, er sjúklingur, er kom
til min 8. maí 1939, Þ. E., 18 ára
piltur, fæddur 5-/9. 1921.
Hann hafö'i veriS frískur í upp-
vexti, ekki legiÖ neinar sérstakar
legur. Ættin hraust.
Tæpu ári áÖur en sjúklingurimi
leitaSi min, hafði hann veriS i mjög
erfiðum fjallgöngum 2 daga í röð.
Seinni daginn varÖ hann var viÖ
mikla þreytu og verki í hægri kálfa,
og hann varS draghaltur. Hann hélt
kyrru fyrir næstu daga eftir þetta,
vegna verkja og þreytu í fætinum.
Hann var ínjög haltur vegna verkja
og þjáSur af dofa, og paræsthesiae
í kálfanum og fram í fót.
Skömmu síÖar veitti hann því eft-
irtekt, aÖ kálfinn fór að gildna
meira og meira, og hefir haldizt
miklu gildari en sá vinstri fram til
þess tíma, er sjúkl. kom til mín
1939. Kálfinn verÖur mjög harÖur
við göngur, og mikill stirÖleiki í
honum, er lýsir sér í þvi að hann
er afar viÖbragösseinn. Hann getur
t. d. ekki tekiS undir sig sprett um-
svifalaust, en verður aÖ liSka sig
fyrst meÖ göngu. Þegar hann fer
að hlaupa, að því búnu, verÖur kálf-
inn hins vegar svo harður, sár og
stirÖur, aÖ hann verSur aÖ hægja
á sér eða nema staðar, og oftast
fær hann sinadrátt í kálfann, ef
hann hleypur og einnig oft á nótt-
unni, ef hann er þreyttur, er hann
leggst til hvíldar. Hann getur ekki
kreppt hægra hné eins vel og vinstra,
en kennir aldrei til í þvi. Skoðun
IeiSir í ljós, aS hann getur aÖeins
kreppt hægra hnélið í 90° horn.
FyrirferÖaraukning finnst aftan í
lmésbót ofanvert. Er hún ósár og
ekki hreyfanleg.
Hægri kálfi er allur meiri um sig
en sá vinstri, og er sjónarmunur
greinilegur. Hægri kálfi mælist 39
cm. að ummáli, en sá vinstri aðeins
35. Átöku er hægri kálfi mun harð-
ari en vinstri, vöÖvinn hnyklast