Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.1944, Blaðsíða 20

Læknablaðið - 01.06.1944, Blaðsíða 20
142 LÆKNAB LAÐI Ð staðfesti þau), kveður hann upp úr með lögskýringu sína: atvinnu- skækjur skulu vera undir lás og slá i allt að tvö ár. Nú er mér spurn: Hvers vegna er þessum lagastaf ekki hlýtt, og það jafnvel eftir þessa á- skorun landlæknis ? Skyldi geta leik- ið einhver vafi á um þetta atriði, því að varla mun skortur á sakborn- ingum, eftir bréfum V. J. að dæma. Hvernig væri að krefja dómsmála- ráðherrann og ljorgardómarann sagna í þessu máli ? í'að, sem mig undrar mest er það, að maður, sem fyrir vissa rás við- burða hefir verið settur í eitt af æðstu þrepurn þjóðfélagsstigans, skuli geta fengið af sér að fara að ofsækja konur, sem lent hafa á „allra lægsta þrep skækjulifnaðar" og reyna að koma .þeim í fangelsi. En þetta er lágmarkskrafa land- læknis í fyrra bréfinu (Heilbr.sk. bls. 200, i. töluliður). Þessar kon- ur eru ílestar fátækar og umkomu- litlar, „aumastar allra‘‘, sem hafa yfir litlu að ráða nema líkama sínum. Það ntá vel segja, að það sé sorglegt, að sumar stúlkur skuli lenda i bliðusölu, sorglegt vegna stúlknanna og aðstandencía þeirra, en það er heldur ekki gott að þeir menn skuli finnast, sem. vilja hund- elta þessar ógæfusömu stúlkui* með lögreglu og hæpnum lagafyrirmæl- um, án nokkurrar skynsamlegrar ástæðu til vonar um góðan árangur. Bliðusalan er ekki geðslegt þjóðfé- lagsfyrirbrigði, það skal játað, eu það er sumt, sem er verra. Það er til margt viðbjóðslegt í verzlunarsök- um, hr. Vilmundur Jónsson. V. J. lýkur þessum kafla greinar sinnar með því að spyrja: „Finnst honum sem séríræðingi og áhuga- manni um þessi mál ekki farið aft- an að Slðunum, að sitja steinþegj- andi og aðgerðarlaus hjá, er Alþingi fyrir skemmstu samþykkir einróma bann við annarri eins þjóðþrifa- atvinnugrein og hann virðist meta saurlifnað. ..." Hvað finnst mönn- urn nú um slíka spurningu? Ekki er ég þingmaður og gat því ekki lagt neitt til nrálanna á Alþingi. Lagafrumvarpið fékk ég mér, áður en það öðlaðist gildi, einmitt til þess að athuga hvað í því stæði um viðurlög við blíðusölu, kynvillu o. s. frv. og til þess að gera samanburð á þvi og þágildandi lagaákvæðum um þetta frá árinu 1869. Það gladdi mig að sjá í hinum nýju lögum auk- inn skilning á ýmsum kynferðisleg- um vandamálum og var ég þeim Þórði Eyjólfssyni og öðrum, sem að samningu frumvarpsins stóðu. þakklátur fyrir það. Þetta þakk- læti mitt kom fram, í erindi, sem ég flutti í Læknafélagi Reykjavíkur um kynvillu og sömuleiðis í er- indi um prostitution, er ég flutti síðar, 8. okt. 1941, í sama félagi. Mér datt þá sízt i hug að sjálfur landlæknirinn myndi fara að reyna að spilla „hegningarlögum vor Is- lendinga, nýsömdum af hæfustu sérfræðingum." En nú, er honum hefir orðið þetta á. hefi ég einnig andmælt honum, svo tæplega er hægt að segja að ég hafi steinþagað. — Svo er enn á ný þessi aðdrótt- un til mín um að ég virðist telja „saurlifnað", „þjóðþrifaatvinnu- grein." Þetta er svo fráleitt að ég nenni tæplega að hrekja það aftur. Það, sem ég hefi um þetta ritað, er algerlega hlutlaust, án viðurkenn- ingar á öðru en því, að fyrirbrigðið sé til sem atvinna i þjóðfélaginu, en auðvitað lika án alls þess flosa- portsumvöndunarsóns, sem einkenn- ir skrif landlæknis um þetta mál. 5. Nú versnar það, því nú ber hinn orðprúði landlæknir mér á brýn rökfals og meira að segja höfuðrök- fals. Hann segist ekki tala um „nein lauslætismál í heild." Þessu

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.