Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.1944, Blaðsíða 21

Læknablaðið - 01.06.1944, Blaðsíða 21
LÆKNABLAÐIÐ 143 verður bezt svarað með hans eigin orðum úr 5. tölulið bréfsins, þeim næsta á undan liðnum um „læknis afstöðuna“, sem hann segir mig flaska á. Þar segir svo: „En sé málið skoðað i heild ...o. s. frv. og síðar í sama lið : „Eg hygg mikla nauðsyn á að menn athugi málið frá þessu almenna sjónarmiði, en geri sér ekki of titt um hin einstöku tilfelli. . . .“. Eg tek ekki eitt orð aftur af því, sem ég sagði í grein minni um „læknisafstöðu“ V. Jónssonar, því málið, sem um var rætt, var kyn- ferðisvandamálið og blíðusalan og til þeirra mála taka læknar ekki læknisafstöðu og þau mál eru ekki „í þeirra verkahring“, eins og hann kemst að orði, ekki fremur en til dæmis verkföll og launadeilur, sem lemstur og' önnur slys geta hæglega hlotizt af. VTið læknarnir höfum tekið afstöðu til áverka og slysa, en komi einhvern tíma um það boð frá landlækni til okkar læknanna, að við verðum að taka læknisafstöðu til vinnudeilna eða annarra þjóð- félagsmála, sem ekki eru í okkar ,.verkahring“, þá neita ég afdráttar- laust að gera það og tek afleiðing- um þeirrar neitunar. 6. V. J. virðist ennþá vera á- nægður með tillögur sínar „til verndar börnum og unglingum höf- uðstaðarins“, en ætli honum fari ekki brátt að leiðast einveran. Undarleg er sú ástríða sumra manna að reyna að koma einkamál- um sinum og annarra inn í óskyld mál. Hann segist ekki vita hvort ég eigi „nokkur börn eða engin“. Þessu held ég stranglega leyndu fyrir honum. Það kemur ekki þessu máli við. Þegar V. J. hefir lýst Reykjavík sem „setuliðs-Gómorru“ af öllu afli imyndunar sinnar, segir hann: ,,.... Þá hefir trúnaðarlæknir bæj- arins ekkert til málanna að leggja annað en fræðilegar vangaveltur og glamuryrði upp úr orðabókum og lexicónum. . .. “ „Gengurðu í skrokk á mér rétt eins og eigirðu", datt mér í hug. Hafi þykknað í mér við að lesa þessi orð V. J., þá gætir þeirrar þykkju ekki fyrir réttlátri reiði yfir því að maður, sem ekki virðist geta komið auga á neina kynferðilega hættu við að safna á einn eða fáa staði hundruðum kyn- þroska unglinga af sama kyni, skuli dirfast að kalla verk lífs og lið- inna heiðursmanna „fræðilegar vangaveltur og glamuryrði“. Það sem i grein minni var ekki frá eig- in brjósti, var tekið upp úr ritum svo ágætra visindamanna, að V J. má áreiðanlega fara að herða sig, ef hann vill nálgast þá. 7. V. J. segist fyrir löngu hafa vakið athygli ríkisstjórnarinnar á því, ,,að tryggja þyrfti framfærzlu barna þeirra, er islenzkar konur hafa alið og munu ala setuliðinu“. Það er gott. Svo spyr hann: „En hvernig er það með Reykjavíkur- kaupstað — kemur honum þessi hlið „atvinnugreinarinnar“ ekkert við ?“ — Svar: V. J. hefir þá enn ekki komizt til skilnings á því, að Reykjavíkurbær er hluti af íslenzka ríkinu, en mál sem þessi eru ævin- lega milliríkjamál. Niðurlagsorð. Þar segir V. J. grein sína vera gagnrýni á grein minni, og hefi ég nú svarað þeirri gagnrýni, svo að hann verður nú sennilega að fara að rýna á nýjan leik. Heilræði mínu, er hann tekur upp, er ég auðvitað samþykkur, því að ég samdi það handa mér og öðrum, og síðustu málsgrein hans er ég líka samþykkur og vil leggja rika áherzlu á það. Þegar litið er yfir svargrein V. J. dylst engum, að hana hefir reið- ur maður skrifað. Þó hygg ég, að

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.