Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.1944, Blaðsíða 18

Læknablaðið - 01.06.1944, Blaðsíða 18
140 LÆKNA BLAÐIÐ in blíSusölu annarra þjóÖa. Er hann furðu fundvís á margt sérkennilegt í öðrum kyneðlisfræðilegum efnum, ])egar þess er gætt, að hann er bók- menntafræðingur en ekki kyneðlis- fræðingur. Ekki get ég samt verið sammála Stefáni vini mínum um allt, sem þar stendur, en það kem- ur ekki þessu máli við. Næst snýr V J. sér að því, að skopast að þeirri tilgátu minni, að hér nutni hafa■ geíað vcrið blíðusala fyrr á öldum, og kallar það „nýstár- lega fornfræði“. Að vísu hefi ég aldrei haldið fram, að svo hafi ver- ið, því að til þess vantar mig óyggj- andi heimildir. En leiðrétta vildi ég mikinn misskilning hjá honurn á þremur atriðum. Hann virðist álíta, að blíðusala geti ekki átt sér stað nema í margmenni, — ])á það, að vændiskonurnar þurfi að hafa blíðusöluna eina „sér til lífsuppeld- is“ og loks að „atvinnan“ verði að ná yfir langt tímabil í ævi konunn- ar. Þetta kemur ekki heim við það, sem erlendir fræðimenn segja um blíðusölu annarra þjóða. Hjá fá- mennum flokkum sumra frum- stæðra ])jóða (t. d. eyjabúum á smá- eyjum) selja ungar stúlkur blíðu sína aðvifandi, farmönnum og skoð- azt það, sem inn kernur, nokkurs- konar heimanfylgja stúlknanna, þegar þær giftast. Blíðusala ])ekkist lika í sveitum menningarlandanna. Það er og næsta algengt í þeim löndum. sem ég hefi spurnir af hvað þetta snertir, að vinnukonur á heim- ilum hafa blíðusölu sem aukaat- vinnu kvöld og kvöld, og er greiðsl- an ekki ætið peningar út í hönd, heldur getur hún líka verið í fríðu. ef svo, mætti segja, þ. e. verið fólg- in í skemmtunum, veitingum, klæðn- aði o. s. frv. Vændiskonur eru „daglaunakonur" fyrst og fremst, og atvinnan getur verið stopul. •—■ Þegar hann því fer að ræða um hóruhúsrekstur á Alþingi hinu forna, um þingtímann, og Geirríði á Eyri sem forstöðukonu slíkrar stofnunar, þá finnst mér hugmynda- flug hans vera orðið ískyggilega vakurt. Eg get gjarna sagt það nú i fyrsta sinni, að mér þykir ekki ósennilegt, að nokkuð hafi verið um leynda blíðusölu (prostitutio clandestina) á Þingvöllum til forna, en hóruhúsrekstur þar hefi ég hvorki Iátið mér detta í hug né nefnt á nafn. Þessi hugmynd mun því orðin til í hinu óviðjafnanlega heilabúi Vilm. Jónssonar, því vart trúi ég því, að hann hafi einnig þetta frá Vilhjálmi Stefánssyni. Eg sver mig a. m. k. alveg frá henni. Ekki er þó svo að skilja, að ég telji að menningu og hróðri for- feðranna hefði verið sérstök hætta búin. jafnvel ])ótt hugmynd land- læknis hefði verið veruleiki, ])vi að menning þjóðar er metin eftir öðru, svo sem bókmennta-, lista- og vís- indaverðmætum. en ekki bliðusölu. Hamingjan hjálpi menningu Forn- Grikkja og -Rómverja, ef hún væri metin eftir blíðusölu þeirra. sem var mjög mikil. 3. í þessum kafla greinarinnar segir V. J. mig gina við hæpnum, erlendum kenningum og þeim „snöggsoðnum". Þetta hefir ekki við neitt að styðjast. Eg hefi ekki ginið við neinu. Eg drap á kenningar nokkurra nýrri tima kyneðlisfræð- inga, en lagði á þær engan dóm. .,— Þá er það páfagaukslegt, að heimfæra slíkt skilyrðislaust upp á vort fámenni," segir hann. Hver hefir gert það? Ekki ég. Hann get- ur þvi átt sinn páfagauk sjálfur. Þetta og því um likt er óviðeig- andi blaðamennska. Vilm. Jónsson sakar mig um grautargerð, „að hræra óaðskiljan- lega saman málefnum vændiskvenna . . . . og vandamálum barna- og ung-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.