Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.05.1950, Blaðsíða 20

Læknablaðið - 01.05.1950, Blaðsíða 20
30 LÆKNABLAf) I !> Taussig heldur því fram, að öll líkindi séu til þess, að 90% af hinum opereruðu börnum fái langvarandi bata, og War- burg segir að reynsla þeirra í Ríkisspítalanum í Kaupm.- höfn sé alveg í samræmi við það. ' 3) Eisenmengers syndrom eða komplex er vert að geta hér um til aðgreiningar. Eisen- menger lýsti þessum meðfæddu hjarta-vansköpunum 1897 og er þetta stundum kallað Fall- ot’s tetralogi, Eisenmengers form. Syndromið líkist Fallot's tetralogi í því, að aorta er dextroponeruð og ríður klof- vega yfir septum ventriculor- um og einnig finnst gat, sem er. hátt í septum, svarandi til þess staðar, er aorta festist. Aftur á móti er engin pulmonalstenos- is, og er það grundvallaratriðið í aðgreiningunni. Við Eisen- mengers syndrom er ,,tardiv“ cyanosis, sem kemur venjulega fyrst fram á unglingsárum,og sjúklingar þessir ná hærri aldri en þeir, sem hafa Fallot’s te- tralogi, og eins kemur fyrir blóðhósti, sem ekki skeður hjá þeim síðarnefndu.Steth.cordis: oft heyrist gróft systol óhljóð líkt og við Fallot’s tetralogi. Ekg sýnir engar sérlegar breyt- ingar, því að oftlega er hyper- trofi á báðum afturhólfum. Á röntgenmynd af cor ber að taka eftir, að pulmonal-boginn er eðlilegur í sumum tilfellum, en hjartað stækkað til beggja hliða, í öðrum er pulmonal- boginn mjög stækkaður án þess að stækkun á sjálfu cor sé sjáanleg. Með angiocardiografi og mælingu á þrýsting í arteria pulmonalis er hægt að ákveða greininguna með vissu. Auð- sætt er, að ekki er ástæða til Blalock-Taussig aðgerðar við Eisenmengers Syndrom, þar sem lungna-hringrásin er auk- in í stað minnkuð við Fallot-s tetralogi. Ég ætla í þessu sambandi rétt að minnast á Maladie de Roger, en það nafn er bundið við þá sjúklinga sem eingöngu hafa missmíði eða gat í septum interventriculare, og er það einn tíðasti meðfæddi hjarta- sjúkdómurinn. Venjulega eru sjúkl. þessir hressir og eðlileg röntgenmynd af hjarta. Sé gatið lítið heyrist oft kröftugt systolu-óhljóð sterkast í 3. og 4. vinstra rifjabili rétt við sternum. Hér er angiocardio- grafi mjög mikilsverð fyrir diagnosis. 4) Coarctatio aortae eða stenosis isthmi aortae. Af þess- um meðfædda hjartasjúkdómi finnast tvö form, annað í börn- um, hitt í fullorðnum. — í börnum eru þrengslin „proxi- malt“ við þann stað á aorta, sem ductus arteriosus hefir upptök sín. Börn þessi deyja venjulega stuttu eftir fæðingu,

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.