Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.1950, Blaðsíða 5

Læknablaðið - 01.10.1950, Blaðsíða 5
LæKNABLAÐIÐ GEPIÐ ÚT AF LÆKNAFÉLAGI REYKJAVÍKUR Aðalritstjóri: ÓLAFUR GEIRSSON. Meðritstjórar: BJARNI KONRÁÐSSON og JÚLÍUS SIGURJÓNSSON. 35. árg. Reykjavík 1951 8. tbl. **" Otitis media acuta infantum. Erindi flutt á fundi Þar eS otitis med. ac. er mjög algengur sjúkdómur, sem flest- ir læknar þurfa meira eða minna við að fást 1 praxis, datt mér í hug, að einhverjir koll- egar kynnu að hafa áhuga á að heyra ofurlítið um þann sjúk- dóm og þá meðferð, sem nú er aimennt við hann notuð. Ég ætla hér einkum að ræða um ungbarna-otitis, vegna þess, að hann er erfiðastur viðfangs, bæði hvað greiningu og með- ferð snertir, þar eð hann hagar sér talsvert öðruvísi en otitís í stálpuðum börnum og full- orðnu fólki. Fyrst ætla ég að rifja upp nokkur atriði úr anatomi eyrna ungbarna, þau atriði, sem helzt þarf að hafa í huga í þessu sam- bandi. Tuba auditiva er stutt, víð og bein, vöðvar lítt þroskaðir, L. R. í janúar 1951. Lnóóon. og er hún að jafnaði opin. Hljóðhimnan er mjög skáhöll við eyrnaganginn, og veldur það jafnvel þeim, sem æfðir eru, oft nokkrum erfiðleikum er dæma skal um ástand henn- ar. Hún er afar seig, og getur það stundum valdið því, að ein, eða fleiri vikur líða frá byrjun eyrnabólgu þar til spontan per- foration á sér stað. Processus mastoideus er lítt þroskaður og loftfylling (pneumatisation) eða frauðmyndun engin í hon- um. í fullorðnum er tuba aft- ur á móti tiltölulega löng, þröng og bugðótt, hljóðhimn- an þverár fyrir eyrnagangi og proc. mast. oftast vel loftfyllt- ur. Af þessu er skiljanlegt, að eyrnabólgur í ungbörnum haga sér öðru vísi en í þeim, sem

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.