Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.1950, Blaðsíða 19

Læknablaðið - 01.10.1950, Blaðsíða 19
L Æ.KNaBLAÐIÐ 127 Rit send Læknablaðinu. Medical Research Council, spec. Rep. Ser. No 272. A Study of Diphtheria in Two Areas of Great Britain. P. Hartley, \V. J. Tulloch, M. And- erson, \V. A. Davidson, J. brant. \V. M. Jamieson, C. Neubauer, R. Norton and G. H. Robertson. Útgef. His Majesty’s Stationary Office, London. Verð 4 shillings net. Ritið er 262 bls. og verður því ekki betur lýst í fáum orð- um um hvað þaðjjallar en geri^ ir á titilblaðinu, en þar segir undir aðaltitlinum: „with Spe- cial Reference to the Antitoxin Concentration of the Serum of Inoculated and Non-inoculated Patients and Other Persons; and the Relation of This to the Incidence, Type and Sev- erity of the Disease.“ Rannsóknarsvæðin eru New- castle og Gateshead, sem líta má á sem eina borg (á bökkum Tyne), og Dundee í Skotlandi. Á árunum 1942 og 1943 var þarna talsvert um barnaveiki, og furðu margir, sem höfðu verið bólusettir, veiktust. Engir þeirra, sem höfðu fengið fulla bólusetningu dóu þó. • Af 141 óbólusettum sjúkling- um í Newcastle og Gateshead dóu 8, af 28 sem ekki voru full- bólusettir dó einn, en af 95 full bólusettum enginn. í Dundee náðu rannsóknirnar til 199 bólusettra og dó enginn þeirra. Áður hefir verið talið að 1/100—1/30 A. E. (antitoxín einingar) á 1 ml af serum væri nóg til verndar gegn barna- veiki, en nú bar svo við að tals- vert meira fannst 1 serum sumra sjúklinganna (áður en antitoxín var gefið), einkum þeirra sem áður höfðu verið bólusettir, en yfirleitt var veik in því vægari því meira sem antitoxínið var þegar komið var yfir þessi mörk. í formála læknaráðsins er á það bent, að ekki sé að efa gagnsemi bólusetninga gegn bamaveiki þó að þær verndi ekki örugglega gegn sýkingu, því að dauðsföll af völdum veikinnar séu afar fátíð meðal þeirra, sem hafa fengið fulla bólusetningu. Ónæmi er ekki fullmyndað fyrr en nokkrum vikum eftir fyrstu bólusetn- ingu og því er áríðandi að bíða ekki eftir faraldri, heldur bólu- setja sem flest börn úr því þau eru orðin V2—1 árs, án tillits til þess hvort veikin er á ferð- inni eða ekki. Endurbólusetn- ing verkar aftur á móti miklu örar. Júl. Sig. Dr. P. J. Bouma: Physical Aspects of Colour. An Introduction to the Scientific Study of Colour Stiniuli and Colour Sensation. Útgefandi: N. V. Philips Gloei- lampenfabrieken, EindhcA'en. Bókin er 312 bls. og fjallar

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.