Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.1950, Blaðsíða 8

Læknablaðið - 01.10.1950, Blaðsíða 8
116 L Æ K N A B L A Ð I Ð vefsmyndun verður í miðeyr- anu og veldur meiri eða minni heyrnardeyfu, og hlutfallslega því meiri sem bólgan hefir var- að lengur. Er því augljóst, að mjög er áríðandi að stöðva bólguna eins fljótt og auðið er. Takist það ekki, verður bólgan langvinn, með stöðugu rennsli eða í köflum. Fer heyrnin þá alltaf þverrandi á því eyra, þar til hún loks, að mörgum árum liðnum, hverfur að mestu leyti. Hversu lengi má otitis acuta vara án þess að valda varan- legri heyrnardeyfu? Sumir telja, að úr því að ungbarna- otitis hefir varað í mánaðar- tíma megi búast við, að heyrn- ardeyfa verði afleiðingin. Á ríkisspítalanum í Kaup- mannahöfn var nýlega prófuð heyrn á 306 eyrum sjúklinga, er legið höfðu þar fyrir 10—20 árum með otitis acuta, þegar þeir voru innan 3ja ára aldurs. Kom þá í ljós að 27% þeirra, er aðeins einu sinni höfðu fengið otitis, höfðu misst nokkuð heyrn, hlutfallslega því meir, sem sjúkdómurinn hafði varað lengur. Enginn hafði tapað heyrn, ef hann aðeins hafði haft otit í 1—2 vikur, en af þeim, sem eyrnabólgu höfðu haft í 3 vikur höfðu 16% heyrn- ardeyfu. 59% þeirra, sem haft höfðu recidiverandi otitis höfðu tapað heyrn að verulegu leyti. Af þeim, sem opereraðir höfðu verið (antrotomi) voru 43% með heyrnardeyfu. Einna verst verða þeir úti, sem fá mislinga- eða scarlatina- otitis, því slíkar eyrnabólgur valda þráfaldlega stórum de- fect á hljóðhimnu, einkum hinn síðarnefndi. Meðferð: Það er ófrávíkjan- leg regla flestra eyrnalækna að gera paracentesis eins fljótt og mögulegt er í öllum bráðum eyrnabólgum jafnt í börnum sem fullorðnum, ef spontan perforation hefir ekki þegar átt sér stað, og jafnvel þó rennsli sé komið, ef ástæða er til að halda að afrennsli sé ekki nægilegt, þ. e. ef verkir haldast áfram eftir að farið er að renna úr eyranu. Ástæðurnar fyrir því, að nauösynlegt er að gera ástungu fljótt, eru aðallega tvær. í fyrsta lagi verður sjúkdómur- inn styttri og fylgikvillar færri, eins og sjá má á háum tölum (statistik) um þetta efni. í öðru lagi hverfur verkurinn venjulega strax þegar stungiö hefir verið á hljóðhimnunni, og er það einnig allmikilvægt, þar eð sjúklingurinn fær þá ró og hvíld, sem hann þarfnast. Á fullorðnum þarf venjulega ekki að stinga nema einu sinni, en í ungbörnum er þetta því miður oft eða oftast á ann- an veg. Gatið í hljóðhimnu þeirra grær oft undur fljótt,

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.