Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.1950, Blaðsíða 14

Læknablaðið - 01.10.1950, Blaðsíða 14
122 L Æ K N A B L A Ð I L> strax og rennsli hættir heldur halda áfram í nokkra daga. Sumir segja 2—3, aörir 3—4 og allt upp í 7 daga. Ekki veit ég hvað mátulegt kann að vera, það er sjálfsagt misjafnt og undir ýmsu komið, en gott er að reyna að forðast recidiv. Að lokum ætla ég rétt að minnast á aureomycin, þó reynsla mín af því sé lítil. Aureomycin er talið verka á alla þá 3 flokka sýkla, sem sagð- ir eru vera algengastir, sem or- sök otitis ungbarna, og hefir þann mikla kost, að verka eins vel eða betur per os en paren- teralt. Auk þess eru aukaverk- anir sagðar vera fáar og mein- lausar. Þetta lyf ætti því að vera ideelt við otitis, ef vonir rætast. Aðalgallinn er talinn sá, að lyfið sé mjög dýrt, en glas með 25 hylkjum (50 mg. 1 hverju hylki) hefir fengizt fyr- ir 40 kr. og Sjúkrasaml. Rvíkur oftast greitt %. Eitt glas á að nægja ungbarni hálfa til heila viku, eftir aldri barnsins og stærð dosis. Það þætti ódýr pe- nicillin-meðferð, jafn löng, fyr- ir 10 kr., þar sem aðeins hjúkr- unarkonan tekur 15 kr. fyrir hverja innsprautingu. Ég hefi nú notað þetta lyf við otitis daglega en aðeins í nokkrar vikur, og er því of snemmt að dæma um árangur- inn. Þó virðist mér það stund- um hafa læknað evrnabólgu á skömmum tíma, eftir að peni- cillin hafði verið gefið í 6—8 daga með litlum eða engum árangri. En einnig hið gagn- stæða hefir skeð, að bólgan hefir bráðbatnað við penicillin, eftir að aureomycin hefir verið gefið 1—2 vikur árangurslítið. Hingað til hefi ég nær ein- göngu notað aureomycinið handa ungbörnum og gefið þeim minnstu 50 mg. og þeim stærri 100 mg. 3—4 sinnum á sólarhring. Má vera að þessir skammtar séu í sumum tilfell- um of smáir, þó venjulega nægi þeir. Hefir mér í stöku tilf. tek- izt að lækna otitis með því að tvöfalda skammtinn, þegar venjulegur dosis virtist ekki hafa tilætluð áhrif. Nýlega reyndi ég auremoycin á 10 ára stúlku með svæsinn mastoiditis, bullandi útferð, mikla verki og 40° hita. Hún fékk 250 mg. 4 sinnum á sólar- hring og varð albata á 3 dög- um. Heyrnin þó ekki vel góð, fyrr en nokkru síðar, er eyrað hafði verið blásið út. Fyrir nokkrum árum hefði antro- tomia verið talinóhjákvæmileg. Aukaverkanir hefi ég séð í nokkrum tilfellum við aureo- mycin-meðferð, aðallega dia- rrhoe, en stundum líka eyrðar- leysi, sem hvarf er hætt var að gefa lyfið. Ég gef jafnan ríf- lega skammta af liquor B-kom- plex með aureomycini.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.