Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.1950, Blaðsíða 13

Læknablaðið - 01.10.1950, Blaðsíða 13
L Æ K N A B L A Ð IÐ 121 inu sem leið las ég grein frá norskum spítala, þar sem um nokkurt skeið hafði verið gefin aðeins ein dæling á sólarhring, 300.000 i. e. af natr.-penicill- ini, við otitis med. ac., pneu- moni o. fl. sjúkdómum, með eins góðum árangri, að því er talið var, eins og gefnir hefðu verið fleiri, en smærri skammt- ar. Ég hefi gefið 1—200.000 i. e., tvisvar á dag, eftir stærð og aldri barnanna og hefi stundum stækkað skammtinn, ef ekki hefir gengið nógu vel að lækna otitis, án þess þó að sjá betri árangur, að ég held. Procainpenicillin er nú mik- ið notað við otitis, en nokkuð umdeilt. Halda sumir því fram, að með því verði penicillin- magnið í blóði, og þó eink- um vefjum, ekki nægilegt til að vinna á lítt næmum sýkl- um. Hafa þeir því ráðlagt að nota 100.000 i. e. af natr. peni- cillini með hverjum 300.000 i. e. af procainpenicillini. Ég hefi fylgt þessu ráði, og virzt það gefast betur, en að nota pra- cainpenicillin eitt saman við otitis. Af þessari blöndu hefi ég gefið hvítvoðungunum 200,- 000 i. e.,' en stærri börnum 400.000 i. e. einu sinni á sólar- hring. Af þessum börnum (og reynd- ar fullorðnum líka), sem ég hefi haft í penicillinmeðferð, hefi ég ekki þurft að gera antrotomi á neinum, þó það að sjálfsögðu geti komið fyrir. Ég ætla hér að segja ykkur eina litla sjúkrasögu, af barni á fyrsta ári, sem ég gerði para- centesis á 1 fyrra sumar á báð- um eyrum, vegna ac. otitis, sem mér virtist vera mjög væg. Bað ég móðurina, að láta mig vita, ef hún yrði vör við nokkra útferð. Hún sveikst um það, máske af ótta við að ég myndi stinga barnið aftur. Mánuði seinna gerði hún boð eftir mér. Var barnið þá orðið mikið veikt. Stöðugt rennsli hafði verið úr öðru eyra frá því daginn eftir ástunguna, en hitt þurrt. Eyr- að var fullt af pus og subperi- ostal abscess á proc. mast. Hit- inn 39,5° og greinilegur men- ingismus. Eftir penicillinmeð- ferð og antrotomi batnaði barn- inu. Eftir þetta tilfelli fór ég að hugsa um, hvort ekki væri rétt- ast að gefa öllum ac. otitum antibiotica, þegar frá byrjun, einnig með tilliti til heyrnar- innar. Ég hefi í seinni tíð haft það þannig, að eftir paracentesis hefi ég beðið einn, tvo eða þrjá daga, til að sjá hvort nokkuð yrði úr eyrnabólgunni, og gef- ið þá antibiotica ef einhver út- ferð hefir verið. Flestir eru sammála um að ekki megi hætta penicillingjöf

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.