Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.1950, Blaðsíða 9

Læknablaðið - 01.10.1950, Blaðsíða 9
L Æ K N A B L A Ð I Ð 117 jafnvel þó rennsli sé mikið, og er þá einum til tveim dögum síðar naumast hægt að sjá hvar stungið hefir verið. Verði barnið þá óvært á ný, og hækki hiti máske eitthvað, er það að jafnaði vegna þess, að gatið hefir lokazt of snemma, og þarf þá að stinga aftur. Þetta getur endurtekið sig oft og mörgum sinnum áður en bólg- an hverfur, jafnvel þó að öll beztu lyf séu notuð þegar frá byrjun. Margir nota volga vatns- bakstra á eyra eftir paracentes- is. Það róar oft barnið og heldur hljóðhimnunni rakri, svo síður er hætt við að stungu-opið lím- ist of fljótt saman, af stork- inni útferð eða blóði. Ég vil taka það skýrt fram, að undirstaðan í meðferð þessa sjúkdóms er að gæta þess, að stöðugt og óhindrað afrennsli sé frá miðeyranu. Mig langar til að skjóta því hér inn í, að foreldrar eru stundum mjög áhyggjufullir útaf hinum tíðu ástungum, sem vonlegt er, og spyrja hvort þær skaði ekki heyrn barnanna. Hefi ég þá svarað því til, að það séu ekki smá ör í hljóðhimn- unni, sem heyrnardeyfu valda, heldur bólgan ef hún verður langvarandi, og að höfuðskil- yrði að svo verði ekki sé, að stinga á hljóðhimnunni í hvert skipti, sem afrennslið stíflast. Mér hefir virzt flestir skilja þetta. Mikilsvert atriði í sambandi við paracentesis er svæfing eða deyfing. Mér var kennt, að svæfa ætti tveggja ára börn og eldri, en ekki þau, sem yngri væru. Þessi aldurstakmörk hefi ég ekki viljað binda mig við al- gjörlega, þar eð börn eru mjög mismunandi bráðþroska. Með aukinni reynslu hefi ég sannfærzt um, að mörg börn yngri en 2ja ára muna eftir sársaukanum við aðgerðina, sé ekki svæft eða deyft, og situr óttinn í þeim lengur en mann grunar. Ég svæfi því oft börn, alveg niður 1 eins árs að aldri, skyndisvæfingu með vinylæth- er eða legg inn bómull vætta í liqvor Bonain í nokkrar mín- útur. Af ástæðum, sem ég mun koma að síðar, í sambandi við lyfjameðferðina, held ég að réttast væri að gefa í öllum bráðum eyrnabólgum antibio- tica þegar frá byrjun, eða því sem næst. Ef nokkurt rennsli er að ráði frá eyra 2—3 dögum eftir para- centesis (eða spontan perfora- tion), einkum ef útferðin er þykk, er ég vanur að byrja að skola eyrað með volgu bórvatni soðnu vatni eða hitaveituvatni, eins rækilega og hægt er. Hefi ég jafnan kennt mæðrum að gera það sjálfum, með lítilli

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.