Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.1950, Blaðsíða 12

Læknablaðið - 01.10.1950, Blaðsíða 12
120 L Æ K N A B L A Ð l Ð fannst nær eingöngu 1 börnum innan 5 ára. Þegar sulfalyfin komu fyrst fram, gerðu menn sér miklar vonir um að takast myndi að lækna meö þeim ac. otitis fljótt og vel. Þetta rættist aðeins að nokk- uru leyti. Það tókst að stytta þó nokkuð með þeim sjúkdóm- inn eða um 20—40%, fækka fylgikvillum mikið t. d. antro- tomium vegna mastoiditis ac. um 50—75%, en það er fyrst þegar penicillinið kemur til sög- unnar að regluleg bylting skeð- ur. Hvaða lyf eigum við þá að nota við otitis med. ac. í börn- um? Hingað til má segja, að ein- göngu hafi verið um sulfa og penicillin að velja, og hefir hvort um sig sína kosti og galla. Sulfa verkar á alla hina 3 fyrrnefndu aðalsýklaflokka, en verkun þess er mun óvissari en verkun penicillins, auk þess hefir sulfa fleiri og hættulegri annmarka eins og allir vita. Penicillin verkar kröftuglega á strepto- og pneumococcana, en lítið eða ekkert á Peiffers bacillus, sem þó, a. m. k. 1 Dan- mörku, er alltíð orsök ung- barnaotitis og kann að vera það hér, þó lítið sé um það vitað. Mér finnst því rétt, þegar sótt- kveikjan er óþekkt, eins og oft- ast er í praxis, að reyna súlfa eða önnur efni, sem verka á Pfeiffers bacillus, ef penicillin hefir ekki haft nein áhrif á sjúkdóminn á 5—7 dögum. Sumir (m. a. próf. Dohlmann í Lundi) ráðleggja í slíkum til- fellum penicillin og sulfa sam- tímis, en aðrir ráða frá því og segja, sem eflaust er rétt, að penicillin verki bezt á sýkla, sem eru í örum vexti og skipt- ingu, en þar eð sulfa stöðvi skiptinguna, eigi ekki að gefa það með penicillini. Aftur á móti er ekkert að því, að nota penicillin og aureomycin sam- an, við þessa otita. Mér hefir því miður ekki tek- izt að finna neinar rannsóknir, sem beinlínis beri saman áhrif súlfa og penicillins á otitis, en þó er ýmislegt, sem bendir til að áhrif penicillins séu miklu sterkari og öruggari, ef það verkar á annað borð. Nokkuð er misjafnt hversu stóra skammta menn gefa af þessum lyfjum við otitis, en al- gengt mun vera að gefa börn- um yngri en y2 árs % gr. af sulfathiasol, y2 til þriggja ára y2 gr. og eldri börnum en 3ja ára %—1 gr. á 4 tíma fresti (byrjunarskammtur þó stærri). Gjöf venjulegs penicillins (natrium-penicillins) við eyrnabólgur virðist, eins og við ýmsa aðra sjúkdóma, hneigjast óðum í þá átt að fækka skömmtum og stækka þá. Á ár-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.