Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.1950, Blaðsíða 17

Læknablaðið - 01.10.1950, Blaðsíða 17
LÆKNABLAÐIÐ um, hlýjum staS, og í þétt lok- uðu glasi. Aðferðin er sem hér segir: Á lítið gler (t. d. objektgler), sem bezt er aö liggi á hvítum grunni, er sett lítið eitt af duft- inu, svo sem á stærð við nögl, svo að það myndi hrúgu. í miðju hennar er gjörð hola, og í hana eru látnir drjúpa 1—2 dropar af þvagi með augnpip- ettu. Skýrust er svörunin ef allt duftið nær ekki að blotna, o g er því bezt að nota ekki meira en 2 dropa. Sé sykur í þvaginu, kemur fljótt (eða áð- ur en 30 sekúndur eru liðnar) svartur litur, greinilegastur á mótum þurra duftsins og þvag- dropans. Þegar svörunin er ó- greinileg er liturinn grásvart- ur. Stundum kemur mjög gul- ur litur, en það er ekki teikn um sykur. Eitt efni gefur svörun við þetta próf, en það er formalin. Ekki er líklegt að það valdi neinum erfiðleikum í dagleg- um störfum lækna. Samkvæmt rannsóknum Bang (1950) sést greinileg svörun ef sykurmagnið er 0,2—0,3%, eins og við Fehlings prófið. 125 Einnig er til amerísk aðferð mjög þægileg og fljótleg til rannsóknar á aceton-efnum (acetone og acetediksýru) í þvagi. Hér er einnig um duft að ræða, og er aðferðin skyld Leg- als prófi, en langtum auðveld- ara en það. Bang segir sam- setning duftsins eftirfarandi: Natriumnitroprussid g. 0,2 Natriumkarbonat g. 44 (vatnssnautt) Ammoniumsulfat g. 55 Duftið er ljósrautt að lit (,,svag rosa“). Aðferð þessi er fram- kvæmd eins og framan greint sykurpróf. Komi fram fjólublár litur, eru acetonefni í þvaginu, en breyti duftið lítið lit sínum eftir að það hefir vöknað af þvaginu, er svörunin neikvæð. Litarbreytingin kemur fram eftir 30—40 sekúndur, og er eins nákvæm og „specifik“ og Legals próf. Er auðveldara að greina á milli létt jákvæðrar svörunar við þessa aðferð en við Legáls próf. Heimildir: M. R. Mattice, Military Surgeon 94, 111, 1944, frá Bang. H. O. Bang, Maanedskr. for Prakt. Lægegern., 27, 66, 1950.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.