Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.1950, Blaðsíða 7

Læknablaðið - 01.10.1950, Blaðsíða 7
LÆKNABLAÐIÐ 115 in úr öðru eyranu, en barnið óvært. Fór ég þá og stakk á hinu eyranu. Kom einnig út- ferð úr því, og barnið róaðist. Mikilsvert er að fara varlega að við otoscopi, því manipula- tion með otoscopi, trekt eða öðrum áhöldum framkallar auðveldlega roða bæði á hljóð- himnu og í eyrnagangi, og get- ur hann þá, einkum efri hlut- inn, líkst mjög frambungandi hljóðhimnu. Eymsli á proc. mastoid. eru sjaldgæf, og eymsli við þrýst- ing á tragus er erfitt að dæma um hjá grátandi hvítvoðungi. Latent otitis gefur aftur á móti mjög óljós einkenni. Oft er enginn hiti, en stundum langvarandi hitaslæðingur, lystarleysi og öðru hvoru nokk- ur óværð. Við otoscopi sést þá mött hljóðhimna, reflexlaus, lítið eða ekki frambungandi, stundum dálítið rauðleit. Nægi- legt afrennsli getur verið gegn um tuba, en venjulega, ef ekk- ert er að gert, kemur spontan perforation, þó í flestum til- fellum ekki fyrr en seint og síð- ar meir, og er þá otitinn orð- inn manifest. Mastoiditis kemur einnig fyr- ir á þessum aldri í tveim mynd- um, manifest eða latent. Manifest mastoiditis lýsir sér með þrota, roða og eymslum bak við og ofan til við eyrað. Kemur þá stundum fyrir að gröfturinn leitar út um fissura petro-squamosa og myndar sub- periostal abscess yfir proc. mastoideus. Latent mastoiditis gefur eng- in lokal einkenni. Hann kemur í sambandi við eða eftir otitis (manifest eða latent) og verð- ur barnið þá lystarlítið, magurt slappt og innþornað (dehydrer- að). Hitinn, sem var fallinn, hækkar á ný. Paracentesis og antibiotica eða sulfa getur þá hjálpað, en venjulega verður ekki hjá því komizt að gera antrotomi 1 slíkum tilfellum. Otitis er oft samfara pneu- moni eða gastroenteritis og hef- ir þá jafnan slæm áhrif á gang þessara sjúkdóma. Getur þá stundum verið erfitt að ráða við gastroenteritinn fyrr en eyrnabólgan er bötnuð. Vera má að þetta stafi af því, að gröftur renni gegnum tuba nið- ur í maga. Prognosis quo ad vitam er yfirleitt góð í fylgikvillalausum tilfellum. Intracranial kompli- kationir eru fremur sjaldgæf- ar, og eftir að sulfa og antibio- tica komu til sögunnar, er orð- ið sjaldgæft að barn deyi úr eyrnabólgu. Prognosis q.a. sanationem er aftur á móti lakari. Enda þótt fjöldi otita batni fyllilega, þá er afleiðing bólgunnar, eins og rannsóknir síðari ára hafa leitt í ljós, því miður oft sú, að ör-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.