Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.1950, Blaðsíða 6

Læknablaðið - 01.10.1950, Blaðsíða 6
114 L Æ K N A B L A Ð 11) eldri eru, og viS þetta bætist, að ungbörnin hafa lítið mót- stöðuafl og lélega mótefna- myndun gegn infection. Vegna þess hve tuba er víð og opin, getur í fósturlífinu komizt amnion-vökvi með smá- ögnum í inn í miðeyrað og vald- ið „sterilum otitis“, er orsaki truflun á eðlilegri þróun slím- húðar í miðeyra og cavum tym- pani. Talið er að þetta valdi hneigð til endurtekinna otita síðar í lífinu. Þessi greiði gangur til eyrans, gegnum tuba, gerir það að verk- um, að ungbörnum er mjög hætt við otitis, þar eð aukinn þrýstingur í rhinopharynx, t. d. við hósta, hnerra o. þ. h., slöngvar auðveldlega sýklum í slími beint inn í miðeyrað. Einnig af þessum orsökum eru eyrnabólgur langoftast beggja vegna á þessum aldri. Infectionin byrjar venjulega í rhinopharynx, tonsillum eða nefi og berst þaðan til eyrn- anna á þann hátt sem fyrr seg- ir. Vegetationes adenoides eiga oft beina eða óbeina sök á eyrnabólgunni, þar eð þær liggja við ostium tubae, sýkj- ast auðveldlega og frá þeim berst svo infection í eyrun, auk þess sem stífla í nefkoki, út af fyrir sig, getur orsakað otitis. Hvaða sýklar helzt valda bólgu í eyrum ungbarna, mun ég ræða seinna í sambandi við meðferðina. Hin kliniska mynd ungbarna- otita er aðallega tvenns konar, annaðhvort manifest eða lat- ent. Manifest otitis lýsir sér með mikilli óværð, oft háum hita, og byrjar skyndilega eftir eins eða nokkurra daga nefkvef, sem ekki þarf að vera svo áber- andi að móðirin hafi veitt því eftirtekt. Einkennandi er það oftast nær, að barnið veltir í sífellu höfðinu frá hlið til hliðar, fest- ir máske blund dálitla stund, en vaknar von bráðar aftur með sárum gráti. Matarlyst er langoftast lítil, einkum hjá brjóstbörnum, sem fara strax að gráta, þegar þau reyna að sjúga, þar eð sogið verkar beint á bólgnar hljómhimnurnar gegnum opnar tubae, og veld- ur þannig auknum sársauka. Við otoscopi sést venjulega frambungandi hljóöhimna, oft- ast rauð, en getur líka verið gulgrá (graftrarlituð), og hef- ir það gabbað margan byrj- anda, sem sýnist þá allt vera eðlilegt. Mér er minnisstætt eitt slíkt tilfelli frá námsárum mínum í Danmörku. Mér virtust hljóð- himnur barnsins eðlilegar og gerði því ekki ást’ungu, en nokkrum dögum síðar var mér sagt, að mikil útferð væri kom-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.