Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.1950, Blaðsíða 11

Læknablaðið - 01.10.1950, Blaðsíða 11
LÆKNABLAÐIÐ 119 ið notað sem eyrnadropar. Ég nota það stundum, þegar gröft ur er mjög þykkur, til þess að leysa hann sundur, áður en skolað er. Annars vil ég vara menn við að nota það lengi í senn, án þess að skola það burtu aftur, þar eð það getur valdið maceration og infection í eyrnagangi, og hefi ég séð ljót dæmi þess. Margir láta sér nægja að ráð- leggja fólki að hreinsa eyrna- ganginn með bómull á eldspýtu og skipta um bómull í eyranu sem einustu lokal meðferð, og má vissulega segja, að ekki sé það vanræksla þó annað sé ekki gert. Eins og fyrr var getið, eru vegetationes adenoides tíð or- sök otitis acuta. Fer stundum svo, að ómögulegt reynist að lækna otitis, fyrr en gerð hefir verið adenotomi. Sama máli gegnir oft um recidiverandi otitis ac., að hann hættir ekki að koma, fyrr en nefkokskirtlar hafa verið teknir. En auðvitað er það ekki einhlítt, frekar en önnur meðferð, og fyrir kemur, að ekki tekst að lækna otitis hvað sem gert er, og verður hann þá kroniskur. Þetta er nú oí’ðið fremur sjaldgæft, sem betur fer. Barn, sem haft hefir otitis, skyldi ávallt rannsaka með til- liti til adenoid vegetationa. Þrátt fyrir öll meðöl og að- gerðir getur skeð, að útfrá otit- is med. ac. komi mastoiditis, jafnvel með subperiostal ab- scess og er antrotomia þá óum- flýjanleg. Við þessa aðgerð á ungbörnum kemur stundum fyrir, að hitinn rýkur upp í 41 —42 stig og barnið deyr. En þetta er nú orðið miklu sjald- gæfara eftir að farið er að gefa penicillin, bæði fyrir og eftir aðgerðina. Aðgerðum vegna mastoiditis ac. hefir fækkað svo mjög síð- ustu árin ,að antrotomian er nú orðin sjaldgæf, en var fyrir nokkrum árum daglegur við- burður og á þetta jafnt við hér sem erlendis. Að lokum kem ég þá að lyf- lœknis-meðferð otitis med. ac., þeirri reynslu, sem ég og aðrir hafa fengið af notkun sulfon- amida og antibiotica við þenn- an sjúkdóm, og verð ég þar að stikla á stóru. Fyrst ætla ég að drepa á bacteriologiuna, sem er svo ná- tengd þessari meðferð. Af rannsóknum, sem nýlega hafa verið gerðar í Danmörku, sést, að um 90% af otitis acuta þar orsakast af 3 sýklategund- um: hæmolytiskum streptoc- occum 10%, Pfeiffers bacillus 20% og pneumococcum 60%, og 10%, sem þá eru eftir, af fjölmörgum öðrum sýklum. At- hyglisvert var í þessum rann- sóknum að Pfeiffers bacillus

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.