Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.1950, Blaðsíða 10

Læknablaðið - 01.10.1950, Blaðsíða 10
118 LÆKNABLAÐIÐ gúmmísprautu (sprauta og ílát rækilega soðið), og sagt þeim að skola einu sinni til þrisvar á dag, eftir því hversu mikil út- ferðin er. Þurrka síðan eyrað vel, smyrja eyrnaganginn með zinkpasta og láta síðan þétt samanvafinn bómullarhnoðra í eyrað, þannig að hann nái langt inn í hlustina. Það hefir verið deilt um nauð- syn þess að skola eyru, og má segja að bólgan muni batna þó það sé ekki gert. En ástæðurn- ar fyrir því„ að ég held fast við þessa aðferð, eru: í fyrsta lagi, að síður er hætt við macera- tion, eczema og graftarbólum í hlust, ytra eyra og andliti, og í öðru lagi, að skolunin hjálpar til að fjarlægja gröftinn úr mið- eyranu, eins og bezt má sjá af því að alloft rennur vatnið út' um nef sjúklingsins þegar eyr- að er skolað. Mörg efni hafa verið notuð til lokal meðferðar við otitis med. ac. Eitt þeirra er Aurisan, sem virðist talsvert notað hér. Er gott fyrir fólk að hafa það við hendina til að deyfa verki í eyra, ef ekki næst strax í lækni. Ég hefi stöku sinnum notað það, þegar verkir eru, en lítið á hljóðhimnu að sjá. Ann- ars held ég, að lækningamáttur þess sé vafasamur. Ég vil alvar- lega vara kollega við að nota Aurisan í eyra, sem nýlega hef- ir verið stungið á, eða útferð er úr, þar eð dæmi eru til að svip- uð efni hafa þá valdið necrosis í hljóðhimnu, með þeim afleið- ingum að myndazt hefir stórt gat og heyrn minnkað. Penicillin-dropar hafa einnig talsvert verið notaðir, en árang- ur misjafn. Á Sundby Hospital í K.höfn var fyrir nokkru gerð tilraun með þá á 50—60 börn- um, 0—3ja ára gömlum, með álíka mörgum sem ,,kontrol“, og báðir flokkar að öðru leyti í sömu meðferð. Niðurstaðan var, að þau börn, sem penicil- lin-dropa fengu í eyrun höfðu 85% lengur útferð en hin, og auk þess fengu mörg þeirra ot- itis externa. Pulv. penicillini sulfathiasoli hefir einnig nokkuð verið reynt (blásið inn eftir að eyrað hefir verið hreinsað), og finnst mér árangurinn heldur vafasamur a. m. k. hvað mínum sjúkl. við- víkur. Auk þess vill duftið oft harðna í eyranu og þá erfitt að fjarlægja það. (Aftur á móti hefir mér oft reynzt þetta efni vel við otitis chron.). Spir. acidi borici hefir mikið verið notaður og er enn. Vera má að hann geri eitthvert gagn, þó ekki hafi ég séð neitt skrif- að því til sönnunar. Mér hefir reynzt inndreyping bórspiritus í eyru barna svo kvalafull, að ég er löngu hættur því og þyk- ir það ekki svara kostnaði. Oxydol er og hefir verið mik-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.