Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.09.1954, Qupperneq 15

Læknablaðið - 01.09.1954, Qupperneq 15
LÆKNABLAÐIÐ 123 mediastinal-líffæra og síðan upp í háls, t. d. getur málróm- ur sjúkl. orði'o mjög torkeuni- legur. Sjúkl. fá verk í brjústi um tíma, Emphysema eyðist venjulega á fáum sólarhring- um. Ekki er mér kunnugt um að það liafi reynzt hættulegt efvjir loftbrjóstaðgerðir, en eft- ir thoracocaustic getur komið mjög mikið emphysem, svo að sjúkl. afmyndist í andliti, geti ekki opnað augun og eigi erfitt um kingingu. Þá má stundum létta á því með ástungum. Infection í pleuraholinu eft- ir blásningu er afar sjaldséð (en að sjálfsögðu verður þó að gæta fyllstu varúðar við hverja blásningu og þá einkum þess, að nálar séu sterilar). Hins vegar er ekki fátítt, að exsudat komi í pleura á einhverju tíma- bili í pntli-meðferð, en oftast koma þau á fyrstu mánuðum eða áður en sjúkl. fer af sjúkrahúsi. Þau eru yfirleitt af tuh. uppruna og talin liæma- togen í flestum tilfellum eða að subpleural bólga gripi yfir á pleura. Þau gefa misjafnlega mikil einkenni, eru ýmist bráð eða hægfara, með eða án hita, en standa oft nokkuð lengi og geta leitt til empyema og þá oftast hreinna tub. empyema, nema um perforation á lunga sé að ræða, þá kemur að sjálf- sögðu empyem með blöndun- arsýkingu. Þó að exsudat sé góðkynja og hverfi fljótt, er alltaf liætt við að samvextir myndist í kjölfar þess, vegna fibrin-út- fellingar, og loki pnth. svo að ekki verði við ráðið. Þá er stundum pneumothorax breytt í oleothorax með því að setja gomenol-olivenoliu i pleura- holið til þess að bjarga þvi sem bjargað verður (svokallaður oleothorax antisymphysaire). I þessu sambandi mun ég ekki fara nánar út í meðferð á exsudötum. Sjúklingur, sem fær exsudat með verulegum kliniskum einkennum, á að fara á liæli og þarf ekki, eins og nú standa sakir með rúm í berklahælum hér á landi, að vera í meðerð í heimaliúsum. Ég skal aðeins geta þess, að ef verulegur vökvi kemur í brjóst- himnu og veldur sjúklingnum þyngslum og mæði, þá er rétt að gera ástungu (thoracocent- esis) og tæma út vökvann. Ef loftrúm er á móts við axilla, er þægilegt að ná vökva þar af sjúklingnum liggjandi flöt- um, og nota langa, fremur gilda nál, sem beint er aftur á við, og halla svo sjúklingnum eftir þörfum. f sambandi við loftbrjóst- meðferð er rétt að geta þess, að exsudat breytir mjög þrýst- ingi í pleura (til aukningar) og eftir að vökvi er kominn, má búast við að sjúkl. þurfi miklu minna loft í hvert sinn

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.