Læknablaðið - 01.03.1955, Qupperneq 15
LÆKNABLAÐIÐ
25
Samþykktir félagsins.
1) Domus medica. Esra Pét-
ursson og Páll Kolka fluttu eft-
irfarandi tillögu:
„Kosin verði 3 manna nefnd
til þess að atlmga möguleika
á byggingu og um stærð,
staðsetningu og fyrirkomu-
lag á Donius medica. I öðru
lagi, hvort heppilegra yrði
að festa lieldur kaup á húsi
í þessum tilgangi. Nefndin
skili áliti á næsta aðalfundi.“
Tillagan var samþvkkt með
8 atkvæðum án mótatkvæða.
f nefndina voru kosnir: Berg-
sveinn Ólafsson, Esra Péturs-
son og Jón Sigurðsson.
2) Taxti héraðslækna. Til-
laga horin fram af Eggert Ein-
arssyni, Kjartani Ólafssyni,
Páli Kolka og Jóni Sigurðssyni:
„Fundurinn samþykkir að
kjósa nefnd þriggja héraðs-
lækna, sem hann gefur fullt
umhoð, til þess, í samráði
við stjórn L. í„ að ganga frá
samningum við heilbrigðis-
stjórnina og Tryggingar-
stofnun ríkisins um leiðrétt-
ingu og samræmingu á taxta
og vinnuskilvrðum liéraðs-
lækna.“
Tillagan var samþykkt með
9 atkvæðum samhljóða. í
nefndina voru síðan kosnir
Eggert Einarsson, Bragi Ól-
afsson og Ragnar Ásgeirsson.
3) Kjör sjúkrasamlagslækna
utan Reykjavíkur. Jón Hj.
Gunnlaugsson lagði fram eftir-
farandi tillögu:
„Aðalfundur L. í. 1954 á-
lyktar að kjósa þriggja
manna nefnd praktiserandi
lækna utan Reykjavíkur, til
þess að semja við Trygg-
ingastofnun ríkisins um
kaup og kjör sjúkrasamlags-
lækna í kaupstöðum utan
Reykjavíkur. Nefndin skal
liafa samráð við stjórn L. í.“
Var tillagan samþykkt með
þeirri breytingu að nefndar-
menn skyldu vera fjórir. Þessir
ldutu kosningu i nefndina:
Bjarni Snæhjörnsson, Haukur
Kristjánsson, Jón Gunnlaugs-
son (Selfossi), og Kjartan Jó-
hannsson.
4) Tryggingamál lækna.
Samþykkt var að kjósa þriggja
manna nefnd til að athuga og
gera tillögur um tryggingamál
lækna. Ivosningu hlutu í nefnd-
ina: Ivristhjörn Tryggvason,
Páll Ivolka og Valtýr Alberts-
son.
5) Notkun deyfilyfja. Esra
Pétursson og Alfreð Gíslason
háru fram eftirfarandi tillögu:
„Aðalfundur L. í„ haldinn
á Akureyri 1954, ályktar að
lcosin verði þriggja manna
nefnd til þess að athuga
möguleika á því, að unnt
verði að draga sem mest úr
notkun og misnotkun svefn-,
deyfi- og nautnalyfja hjá al-
menningi og lijá læknastétt-
inni. Nefndin skili áliti sinu