Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.07.1957, Page 20

Læknablaðið - 01.07.1957, Page 20
58 L Æ K N A B L A Ð I Ð lius fengu 335 sjúklingar klin- isk u sj úkdómsgr einingun a mænusótt án lömunar árið 1953. Ræktað var úr saur 188 þessara sjúklinga. Mænusótt- arveirur fundust í 120, enda gekk þá lömunarveikifaraldur í Stokkhólmi. Meðal hinna 68, sem engar mænusóttarveirur fuudust í, reyndust 4 liafa cox- saclcie-veirur, en 8 echo-veirur. Frá 56 sjúklingum ræktuðust engar veirur. Á sama sjúkrahúsi voru 132 sjúklingar með meningitis serosa árið 1954. Ræktað var frá 124 þeirra og fundust echo- veirur í 45 sjúkl. (36%), cox- sackie-veirur fundust í 10 sjúkl. og mænusóttarveirur í einum. I 68 fundust engar veir- ur. Þetta ár voru engin lömun- artilfelli í Stokkhólmi. Á Hospital for siek children í Toronto í Kanada fengu 96 sjúkl. klinisku sjúkdómsgrein- inguna meningitis aseptica eða poliomvelitis aparalvtica á ár- unum 1950—1955. Mænusóltarveii-ur fundust aðeins i 18 þeirra, en á sama tíma fundust mænusóttarveir- ur í 85% lömunarsjúklinga. í 17 þessara 96 sjúkl. fund- ust hins vegar coxsackie B veir- ur í saur, og i mænuvökva þriggja þeirra. Voru það sömu coxsackie stofnar og fundust í saur viðkomandi sjúklinga. Við rannsólcnir á serum fannst mikil aukning á mót- efnum i 10 tilfellum af 12, sem rannsökuð voru. Eitt sýndi hins vegar lækkun og eitt stóð í stað, en þessi tvö tilfelli sýndu mikið af coxsackie mótefnum i fyrra sýnishorninu. Mænusóttarveirur fundust ekki í saur þessara 17 sjúkl- inga, og serum sýndi ekki aukningu á mænusóttarmót- efnurn. Þessar rannsóknir sýna, að á þessum árum voru a. m. k. 20% af meningitis serosa á þessu sjúkrahúsi af völdum coxsackie veira. Nú er hins vegar talið, að coxsackie veirur af B-flokki finnist aðeins í 25—50% þeirra sjúkdómstilfella, sem þær valda. Stundum eru coxsackie men- ingitis-faraldrar alveg óhland- aðir og samkvæmt rannsóknum í Svíþjóð (T. Johnsson) finn- ast coxsackie veirur í fleirum þau ár, sem mænusóttar verður lítið vart. Þetta er í samræmi við þá skoðun Dalldorfs, að pleurodynia sé algengari þau ár, sem mænusótt gengur ekki. 4. Choriomeninc/itis lympho- cijtaria. Veirur, sem þessum sjúkdómi valda, fundust 1934. Aðalheimkynni þeirra eru í músum. Veirurnar herast frá einni músakvnslóð til annarar, venjulega gegnum placenta. Veirurnar finnast einnig í hundum, og skordýr, sem sjúga

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.