Bændablaðið - 04.07.2013, Blaðsíða 26

Bændablaðið - 04.07.2013, Blaðsíða 26
26 Bændablaðið | Fimmtudagur 4. júlí 2013 Frá Íslandsmeistarakeppninni í skógarhöggi. Mynd / Þóra Sól Fjöldi gesta á vel heppnuðum Skógardegi Skógardagurinn mikli, árleg skógarhátíð Félags skógarbænda á Austurlandi, Barra, Héraðs- og Austurlandsskóga, Skógræktar- félags Austurlands og Skógræktar ríkisins, var haldinn hátíðlegur í blíðskaparveðri í níunda sinn í Mörkinni í Hallormsstaðaskógi. Dagurinn hófst á hinu árlega Skógarhlaupi, þar sem hlaupin er 14 km leið um skóginn. Sigurvegari í karlaflokki var Jón Jónsson á tímanum 1 klst. og 6 mínútum. Í öðru sæti var Bogi Ragnarsson og í því þriðja varð Hafliði Sævarsson. Í kvennaflokki sigraði Brynja Baldursdóttir á tímanum 1 klst. og 19 mínútum. Í öðru sæti varð Linda María Karlsdóttir og í þriðja sæti varð Brynhildur Sigurðardóttir. Eftir hádegi hófst hin formlega skemmti - dagskrá. Meðal atriða má nefna töfra - manninn Ingó, karlakórinn Drífandi og atriði úr Kardemommubænum. Einnig fór fram Íslandsmeistarakeppnin í skógarhöggi, þar sem Ingvar Örn Arnarson frá Skógrækt ríkisins á Suðurlandi bar sigur úr býtum. Í öðru sæti varð Bjarki Sigurðsson frá Skógrækt ríkisins á Hallormsstað og Jón Björgvin Vernharðsson, sem keppti fyrir hönd skógarbænda, varð þriðji. Boðið var upp á heilgrillað naut, pylsur, ketilkaffi, lummur og fleira góðgæti. Áætlað er að tæplega tvö þúsund gestir hafi heimsótt Hallormsstaðaskóg á Skógardaginn mikla. /MÞÞ Heilgrillaða nautið bitað niður. Myndir / Esther Ösp Gunnarsdóttir

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.