Bændablaðið - 07.03.2013, Síða 8

Bændablaðið - 07.03.2013, Síða 8
Bændablaðið | Fimmtudagur 7. mars 20138 Fréttir Huppa frá Kálfagerði nythæsta kýrin í Eyjafirði á liðnu ári Mjólkurbúin á Eyjafjarðar- svæðinu eru mun stærri en á lands- vísu, samkvæmt afurðaskýrslum fyrir síðasta ár. Á landinu öllu var stærð meðalbúsins 38,9 árskýr, en í Eyjafirði voru að jafnaði 47,8 kýr. Nythæsta búið fyrir norðan var Syðri-Bægisá og var búið í þriðja sæti á landsvísu. Þar voru árskýrnar 31,9 sem mjólkuðu að jafnaði 7,599 kíló. Nythæsta kýrin á Eyjafjarðar- svæðinu í fyrra var Huppa frá Kálfagerði, sem var í fimmta sæti yfir afurðahæstu kýr landsins. Huppa mjólkaði á árinu 12.113 lítra og hámarks dagsnyt var 49,1 lítri. Þetta var fjórða mjaltaskeið Huppu. Á því fyrsta mjólkaði hún 6.887 ltr., á öðru skeiði 8.597 ltr. og á því þriðja mjólkaði Huppa 10.905 lítra. Um miðjan janúar fæddist naut- kálfur undan Huppu og nauts- föðurnum Tópasi. Kálfurinn hlaut nafnið Tárus og hefur hann þegar verið valinn á sæðingarstöð. Mikil metnaður í ræktunarstarfi Hjónin Ágúst Ásgrímsson og Hulda Sigurðardóttir keyptu Kálfagerði árið 2002 og reka þar kúa- og hrossaræktar bú. „Kúabúskapur er líf og yndi ábúenda í Kálfagerði og nafnið því vel við hæfi,“ segir Hulda. Mikill metnaður hefur verið lagður í ræktunarstarfið síðan hjónin keyptu jörðina árið 2002 og hafa framfarir verið miklar á þessum stutta tíma, og má þá sérstaklega nefna júgurgerð. Ræktunaráhuginn liggur þó á fleiri stöðum því á bænum er um 40 hrossa stóð og fæðast um 4-7 folöld á ári. Þar er áhersla lögð á að rækta framfalleg hross með taktgott og rúmt gæðatölt með eðlis- góðum fótaburði. Hestamennska og skotveiði Hestamennska er sameiginlegt áhugamál hjá öllum í fjölskyldunni en þau hjón eiga þrjú börn, Bergþór Bjarma 9 ára, Ágúst Mána 13 ára og Önnu Sonju 25 ára. Anna Sonja er útskrifuð tamningakona frá Hólaskóla og vinnur við tamningar og þjálfun í Kálfagerði, ásamt öðrum bústörfum. Auk þess stundar hún nú fjarnám við Landbúnaðarháskólann og stefnir á að ná sér í BS-gráðu í búvísindum. Skotveiði er enn eitt áhugamál þeirra hjóna og skiptir þar litlu hvort það er rjúpa eða gæs. Labradortíkin Rösk fylgir þeim þar hvert fótmál og er Hulda búin að þjálfa hana til að taka þátt í veiðiprófum með góðum árangri. Á sumrin stundar svo Ágúst stangveiði af miklu kappi, svona á milli slátta, og fer ófáum veiði sögunum af honum og Begga tvíburabróður hans. Allir í íshokkí Óvenjulegasta áhugamál fjöl- skyldunnar er þó líklega íshokkí, enda Ágúst og Hulda bæði fædd og uppalin í Innbænum á Akureyri og Kálfagerði er ekki í nema um 20 mínútna aksturfjarlægð frá Skautahöllinni. Og það eru ekki bara krakkarnir sem æfa heldur foreldrarnir líka! Þær mæðgur eru á leið til Spánar á HM í íshokkí núna um komandi páska, Hulda sem aðstoðarþjálfari og Anna Sonja sem leikmaður og fyrirliði kvennalandsliðsins. Fyrir þá sem vilja fylgjast með lífinu í Kálfagerði má geta þess að fjölskyldan heldur úti heimasíðunni kalfagerdi.123.is. /MÞÞ Páskar á Bjarteyjarsandi Ferðaþjónustubændur á Bjarteyjarsandi í Hvalfirði bjóða í samstarfi við Ferðaþjónustu bænda upp á sérstakt páskatilboð á gistingu í sumarhúsum. Boðið verður upp á gistingu í þrjár nætur á verði tveggja. Húsin sem um ræðir eru rúmgóð og vönduð. Þau eru staðsett í fallegri fjallshlíð með frábæru útsýni yfir Hvalfjörð. Margar gönguleiðir eru í nágrenninu og hægt að fá persónluega leiðsögn um margar þeirra. Auk þess verður fjölbreytt dagskrá um páskana, bæði á Bjarteyjarsandi og í Hvalfirði öllum: Helgin 23.-24. mars: Opið í Gallerí Álfhól. Sérstök kynning á lambakjöti beint frá býli, uppskriftir, smakk og fróðleikur. Opið milli kl. 13 og 16 báða dagana og einnig í Dymbilvikunni. Lokað föstudaginn langa. Nánari upplýsingar um sérpantanir og fleira: www. bjarteyjarsandur.is Miðvikudagur 27. mars kl. 20.30: Sönglagastund í sveitinni. Hinir ýmsu söngfuglar flytja fjölbreytta dagskrá fyrir gesti. Afslöppuð samverustund í Hlöðunni á Bjarteyjarsandi. Laugardagur 30. mars: Kaffikúnstir og krákuskeljar. Fjölskyldudagur á Bjarteyjarsandi sem hefst með fjöruferð kl. 13.00. Sandkastalakeppni, óskasteinaleit og kræklingatínsla. Heimsókn í fjárhús þar sem eru meðal annars páskaungar og kanínur. Kaffiveitingar í Hlöðunni. Fleiri viðburðir á svæðinu Laugardagur 30. mars: Páskaeggjaleit á Þórisstöðum í Svínadal, súpa í súpuskála og fleira. Opið 11-15. Herminjasetur og sundlaug að Hlöðum: Opið alla páskana milli klukkan 13 og 19. Þá er einnig boðið upp á veiðiopnun, passíusálmaupplestur, gönguferðir og fleira. Nánari upplýsingar á www.bjarteyjarsandur. is www.hladir.is www.thorisstadir.is www.hvalfjardarsveit.is Nemendur LbhÍ á YouTube Mikill áhugi virðist vera meðal ungs fólks á námi í Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri um þessar mundir. Fyrir þá sem vilja kynna sér nánar reynslu annarra af slíku námi hefur Áskell Þórisson, útgáfu- og kynningarstjóri LbhÍ, sett viðtöl við nemendur inn á YouTube. Hægt er að hlusta á og skoða þessi viðtöl á vefslóðinni: http://www.youtube.com/channel/ UCGsoaRENQKfa5SCvvM-ATXg/ videos?view=0 Rekstur Norðlenska gekk vel í fyrra og 2012 er raunar næstbesta rekstrarár félagsins frá upphafi. Ársvelta félagsins var tæpir 4,7 milljarðar króna og jókst um rúm 3,1% á milli ára. Hagnaður ársins var 188,5 milljón króna og eigið fé Norðlenska er 508,4 milljónir króna. Á aðalfundi félagsins í dag var samþykkt að greiða eigandanum, Búsæld ehf., félagi 525 bænda, arð að upphæð 15 milljónir króna. Norðlenska matborðið ehf. sendi út fréttatilkynningu í kjölfar aðal- fundar félagsins sem haldinn var á Akureyri í síðustu viku, en þar segir: Rekstur Norðlenska gekk vel í fyrra og 2012 er raunar næstbesta rekstrarár félagsins frá upphafi. Ársvelta félagsins var tæpir 4,7 milljarðar króna og jókst um rúm 3,1% á milli ára. Hagnaður ársins var 188,5 milljón króna og eigið fé Norðlenska er 508,4 milljónir króna. Á aðalfundi félagsins í dag var samþykkt að greiða eigandanum, Búsæld ehf., félagi 525 bænda, arð að upphæð 15 milljónir króna. Hagnaður ársins var 188,5 millj- ónir kr., en 2011 var hagnaður 290,9 milljónir kr. Ársveltan var rúmar 4.690,9 milljónir kr., og jókst um rúm 3,1% á milli ára. EBIDTA hagnaður ársins var 325,4 milljónir kr. samanborið við 388,3 milljónir kr. árið 2011. Heildareignir Norðlenska voru í árslok 2.882,8 milljónir króna. Eigið fé í árslok var 508,4 milljónir kr. en var 385,9 m.kr. í lok árs 2011. Vaxtaberandi skuldir hafa hækkað um 224,4 milljónir kr. á milli ára. Veltufjárhlutfall var í árslok 1,37. Margir þættir lögðu grunninn að góðu uppgjöri félagsins Hagnaður ársins er m.a. til kominn vegna sterkrar stöðu á innanlandsmarkaði, en vörur og vörumerki Norðlenska njóta mjög mikilla vinsælda hjá neytendum. Markvisst hefur verið unnið að því að gæta aðhalds, og segja má að vinna síðustu ára við hagræðingu hafi skilað sér í uppgjöri ársins 2012. Fyrirtækið er nú í ágætri stöðu. Ljóst er að eigendur og starfsfólk geta verið stoltir af góðu fyrirtæki. Að sögn Sigmundar Ófeigssonar, framkvæmdastjóra Norðlenska, var reksturinn ágætur framan af ári, m.a. vegna góðrar stöðu á innanlandsmarkaði. Á sama tíma fékkst viðunandi verð fyrir kjöt erlendis, það lækkaði þó er á árið leið og þá virtist innanlandsmarkaðurinn gefa eftir; sala var heldur minni en reiknað var með og ódýrari vörur seldust meira en þær dýrari. Markaðir fyrir gærur versnuðu verulega og verð lækkaði mikið. Verð fyrir hinar ýmsu auka afurðir var hins vegar mjög gott á árinu, fyrirtækið hefur lagt aukna áherslu á að fullnýta sláturgripi, aukaafurðir eru allar fluttar út og skiluðu þau viðskipti góðum hagnaði. Reksturinn var því góður þegar upp var staðið og þess vegna ákvað stjórn Norðlenska í dag að greiða Búsæld, eiganda fyrirtækisins, arð að upphæð 15 m.kr.. Hagnaður Norðlenska árið 2012 var 188,5 milljónir kr. á móti 290,9 milljóna kr. hagnaði árið áður. EBITDA ársins varð 325,4 millj- ónir kr. en var 388,3 milljónir kr. árið áður. Stjórn Norðlenska er óbreytt að loknum aðalfundi, en í henni eru eftirtaldir: Heiðrún Jónsdóttir, Garðabæ, stjórnarformaður, Ingvi Stefánsson, Teigi, varaformaður, Geir Árdal, Dæli, ritari, Aðalsteinn Jónsson, Klausturseli, meðstjórnandi, Sigríður Elín Sigfúsdóttir, Reykjavík, með- stjórnandi. Varamenn eru: Óskar Gunnarsson, Dæli Skíðadal, Gróa Jóhannsdóttir, Hlíðarenda og Jón Benediktsson, Auðnum. Gott gengi hjá Norðlenska Huppa mjólkaði í fyrra 12.113 lítra. Mynd / Ágúst Ásgrímsson Hulda og Rösk, sem er með 1. Melgerðismelum 2012.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.