Bændablaðið - 07.03.2013, Page 32

Bændablaðið - 07.03.2013, Page 32
32 Bændablaðið | Fimmtudagur 7. mars 2013 Íslenskar prjónakonur í víking á prjónasýningu á Englandi Helgina 22.-24. febrúar fór hópur íslenskra hannyrðakvenna í ferð á vegum fyrirtækisins Culture & Craft með Ragnheiði Jóhannsdóttur sem fararstjóra á stóra prjónasýningu í bænum Farnham í Englandi, sem kölluð er Unravel. Konurnar áttu ekki í neinum erfiðleikum með að eyða heilum degi á sýningunni þar sem garntegundirnar skiptu hundruðum og hægt var að finna tölur og prjóna í öllum stærðum og gerðum og kynnast mismunandi aðferðum við að nýta ullarhráefnið. Sýningin, sem haldin var í fimmta sinn, fór fram í gömlu brugghúsi í Farnham, sem nú er nýtt sem menningarhús fyrir ýmsa viðburði. Að auki voru vinnustofur sem hægt var að skrá sig í þar sem kenndar voru mismunandi aðferðir eins og að prjóna með perlum, nálaþæfa fígúrur og jurtalitun svo fátt eitt sé nefnt. Íslenski hópurinn vakti athygli Það vakti mikla athygli að hópur frá Íslandi væri væntanlegur á sýninguna og var þess sérstaklega getið í kynn- ingarriti um hátíðina. Einnig fékk hópurinn góðar móttökur og var beðinn um vera með í myndatöku þar sem bæjarstjóri Farnham-bæjar, Stephen Hill, og kona hans, Helen, sátu fyrir og nokkur af svæðis- blöðum bæjarins komu til að mynda hjónin með fríðum hópi íslenskra hannyrðakvenna sem skörtuðu allar sínum glæsilegu íslensku lopapeysum. /ehg Íslenska hópnum var vel tekið og komu bæjarstjóri Farnham-bæjar, Stephen Hill, og frú hans, Helen Hill, við til að stilla sér upp fyrir myndatöku með hópnum þar sem nokkrir fjölmiðlar af svæðinu komu til að mynda gestina. Myndir / ehg og spinna. Mikið var gert úr því að hópur íslenskra prjónakvenna væri á leið á sýninguna og sérstakur bás var hafður til að kynna íslensku ullina. Útvarpsfréttakona þátttöku Íslendinganna á sýningunni. Örlítið sýnishorn af því sem hægt var að kaupa sér á sýningunni.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.