Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.09.1960, Side 21

Læknablaðið - 01.09.1960, Side 21
LÆKNABLAÐIÐ 101 fleiri liafa bent á þessa stað- reynd. Þessar breytingar eru að- allega tvenns konar: 1. Berkla- sár (cavernur) verða gjarna þykkveggjaðri, og fvllast af yst- um vefi, þ. e. breytast í það, sem kallað er tuberculoma; og vegna þessara breytinga gróa þær síður. 2. Frumur frá berkjugreinum vaxa inn í hol- urnar og klæða þær innan, að nokkru eða öllu leyti, þ. e. ca- vernan epiteliserast, sem kallað er, Eðlileg afleiðing af þessu er sú, að liolan grær siður, jafnvel þó takist að fella liana saman. Og þó að takast mætti að drepa alla berklasýklanna i þessum sjúku lungum, mundu liolurnar samt vera ákjósanleg gróðrar- stia fyrir aðra sýkla og getur orðið full þörf að nema þær brott af þeim ástæðum. En nú er alltaf einhver ysting um- hverfis berklasár, og sannað liefur verið óhrekjanlcga, eins og ég mun geta um hér á eftir, að i ystum vefi geti berklasýkl- arnir lifað mjög lengi þrátt fyr- ir lyfjagjöf. Resectio pulm. vinnur alls staðar á, en þó fremur liægt á Norðurlöndum, og minnist ég síðar á ástæðuna fyrir því. Þeg- ar valið er um aðgerð, þá er það einkum þrennt, sem verður að atliuga mjög vel. I fvrsta lagi, hvaða aðgerð er líklegust til að gera sjúklinginn varanlega smitlausan, í öðru lagi tíðni dauðsfalla við aðgerðirnar og í þriðja lagi, hversu mikið önd- unarhæfni sjúklingsins skerðist við aðgerðina. Enn þá er all- mikið deilt um þessar aðgerðir, en ég mun ekki eyða miklum tíma í að rekja þær deilur hér. Nú þegar er þó margur nokkuð almennt viðurkenndur rök- stuðningur fyrir resectio, svo sem: 1. Berklasár, sem livorki lok- ast með lyfjum né sam- þj öppunar-aðgerðum. 2. Stór berklasár eða þykk- veggjaðar holur, sem ólík- legt er talið, að lokist við þjöppun utan frá. 3. Stórar berklaholur, sem ekki er tryggt að grói, jafn- vel þótt þær virðist lokast við lyfjagjöf eða sam- þj öppunar-meðferð. 4. Gjöreyðilagður lungnageiri, lungnablað eða lieilt lunga. 5. Berkjuþrengsli (broncho- stenosis) af völdum berkla. 6. Berkjuvíkkun (bronchiec- tasis) af völdum berkla. 7. Sjúkdómur, sem helzt virk. ur eða verður virkur á ný undir thoracoplastic. 8. Tuberculoma. 9. Berklaholur i lobus medius og lobus inferior. 10. Grunur um illkynja vöxt. 11. Sjúkdómsleifar (residua) eftir langvarandi Mjagjöf. Erfiðustu sjúklingarnir, sem við fáum til aðgerða, eru flest- ir í fvrstu 5 flokkunum, en þó nokkrir í 7. og 9. flokki. Meira

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.