Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.09.1960, Page 44

Læknablaðið - 01.09.1960, Page 44
Griseofulvin verkar ekki á bakteríur og er því án áhrifa á eðlilega flóru þarmanna. Griseofulvin er án áhrifa á flesta aðra sveppi en þá, sem hér eru taldir. Því er næsta áranguralaust að gefa Lamoryl Leo við t.d. erythrasma, pityriasis versicolor, blastomycoses og moniliasis. Aukaverkanir og Eiturverkanir eru við terapeutiska skammta fáar og vægar. Svimi og klígja koma fyrir, einkum í byrjun gjafar, en hverfa oftast síðan. Fækkun hvítra blóðkorna hefur sézt, einkum í börnum. Risalegir skammtar 200 mg/kg griseofulvin spýtt í æð á tilrauna- dýrum, - geta haft í för með sér stöðnun á frumudeilingu í blóð- mergi og í testes. Klinik: Örðugt er að segja um, hversu lengi eigi að halda áfram gjöf. I flestum tilfellum nægir 3-4 vikna gjöf. Við onychomycosis nægir þó eigi minna en 3-4 mánaða gjöf. Klinisk einkenni segja allvel til um, hvenær hætta megi gjöf griseofulvins, en athuga ber, að finna má og rækta umrædda sveppi frá t. d. naglröndum og tábilum, enda þótt öll önnar sjúkdómsein- kenni séu horfin. Lækning telst því fyrst örugg, þegar ekki tekst að finna eða rækta sveppina frá þeim svæðum, er sýkt voru. Við trichophytia getur brot ljóss (frá Woods lampa) í hári gefið til kynna, hvar vöxtur sveppanna sé mestur. Indicationes : Dermatomycoses, er valda sveppir, sem griseofulvin verkar á og að framan eru taldir. Doses: Venjulegur dagskammtur er 1 g (~4 töflur Lamoryl Leo). í svæsnum tilfellum má tvöfalda þessa gjöf (2 g, ~8 töflur Lamoryl Leo). Contraindicationes eru, í venjulegum skiiningi, tæpast nokkrar. Umbúðir : Lamoryl Leo er í glösum og eru 25 eða 100 töflur í hverju glasi. Hver tafla ~250 mg griseofu/vin Leo.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.