Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.09.1962, Page 25

Læknablaðið - 01.09.1962, Page 25
LÆKNABLAÐIÐ 103 maí 1960 var svo ákveðið, að aðil- arnir skyldu „hvor um sig tilnefna fulltrúa, ekki færri en tvo og ekki fleiri en fimm, í nefnd, er vinni að endurskoðun á öllu skipulagi lækna- þjónustu, sem veitt er á vegum S.R. svo og greiðsluháttum fyrir þáða þjónustu". — Fer ekki milli mála, að hér er átt við eina nefnd með fulltrúum frá báðum aðilum, en ekki hvora nefndina frá sínum að- ila, sem störfuðu sjálfstætt og óháð hvor annarri. Stjórn S.R. taldi mik- ils virði að fá þetta ákvæði inn í samninginn, þar eð umræður gætu þá farið fram um skipulag læknis- þjónustunnar án þess, að samnings- slit vofðu yfir. Reyndin hefur hins vegar orðið sú, að nefndarhluti L.R. hefur hliðrað sér hjá að eiga nokk- urt samstarf við fulltrúa S.R. Samlagið telur óhjákvæmilegt, að teknar verði upp viðræður um sjálf- an grundvöll læknisþjónustunnar, áður en unnt sé að ræða um greiðsl- ur þær, sem til greina kæmu fyrir læknisstörfin, Óskar samlagið m. a. viðræðna um eftirtalin atriði: 1) Skiptingu samlagssvæðisins í hverfi. Byggð er nú orðin svo víðáttumikil í Reykjavík, að full ástæða virðist til að ræða um skiptingu samlagsins, enda verði þess gætt að hafa hverf- in svo stór, að um raunveru- legt læknaval samlagsmanna verði áfram að ræða. 2) Endurskoðun á reglum um til- vísanir heimilislækna til sér- fræðinga. 3) Samvinnu um ráðstafanir til að draga úr óhóflegri notkun lyfja og notkun mjög dýrra lyfja, ef önnur sambærileg en ódýrari eru fáanleg. 4) Stofnun rannsóknarstöðvar, e. t.v. í eign samlagslækna, þar sem fram færu ýmsar rann- sóknir samkvæmt tilvísun sam- lagslækna, einkum rannsóknir, sem krefjast dýrra lækninga- tækja. 5) Hækkun á gjaldi sjúklinga fyr- ir viðtöl og vitjanir heimilis- lækna. Gjald það, sem nú er lögákveðið (5 og 10 krónur), miðaðist við kauplag á árinu 1955 og þarfnast því endurskoð- unar og lagabreytingar. 6) Bætta næturþjónustu. Samráð sé haft við S.R., áður en L.R. semur við nágrannasamlög um, að sami læknir gegni þar næt- urþjónustu. 1 samningsuppkasti þvi fyrir heimilislækna, sem L.R. hefur lagt fram og felur í sér veigamiklar grundvallarbreytingar, eru auk þess fjölmörg atriði, sem S.R. mun gera athugasemdir við. Þar eð útilokað er, að viðræðum og athugunum i sambandi við sjálf- an grundvöllinn yrði lokið á næstu vikum, hvað þá heldur fyrir 1. októ- ber, ítrekar S.R. tilboð sitt um bráðabirgðasamning. Býður samlag- ið. að allar greiðslur þess til með- lima L.R. samkvæmt samningi að- ilanna frá 19. mai 1960 greiðist með 13% álagi frá 1. júní s.l. að telja, enda fallist læknar á að starfa til næstkomandi áramóta á núgildandi grundvelli. Af þessu tilefni var S.R. ritað svofellt bréf 26. sept. 1961: Til samninganefndar Sjúkrasamlags Reykjavíkur. Reykjavík, 26/9 ’61. Með vísan til viðræðna á samn- ingafundum í gær, vilja samninga- nefndir Læknafélags Reykjavíkur taka fram eftirfarandi: 1) 1 athugasemdum, er nefndar- menn S.R. lögðu fram, segir: „Býður samlagið, að allar greiðslur þess til meðlima L.R.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.