Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.1967, Blaðsíða 43

Læknablaðið - 01.02.1967, Blaðsíða 43
LÆKNABLAÐIÐ 13 Nefndinni er ekki kunnugt um, að neinar lágmarkskröfur séu til um íslenzka spítala, hvorki frá heilbrigðisyfirvöldunum, læknasam- tökunum né öðrum. Óhjákvæmilegt er því að líta ,svo á, að yfirlæknir hvers spítala beri ábyrgð á staðli (standard) hans. Á opinberu spítöl- unum leiðir það raunar af sjálfu sér, þar sem allir aðrir læknar á þeim spítölum eru ,,aðstoðarlæknar“ hans. Á einkaspítölum ber að vísu hver sérfræðingur ábyrgð á sínum sjúklingum, en enginn ábyrgð á staðli stofnunarinnar í heild nema þá yfirlæknir spítalans. Nefndin lítur svo á, að staðall (standard) spítala megi ekki fara eftir yfir- lækni hans einum og allra sízt í því kerfi, sem við búum við og stuðlar beint að því að halda ungum sárfræðingum utan við spítalana. Hún getur t. d. ekki séð, hvernig yfirlæknir Landakotsspítala (ortoped) getur borið ábyrgð á þeim augnlækningum eða barnalækningum, sem þar er fengizt við. Samkvæmt „Minimal Standard“ ber yfirstjórn spítala (sjúkrahús- nefnd) skylda til að fela læknum spítalans faglega ábyrgð á honum. Ekki er heldur hægt að sjá, hverjir aðrir ættu eða gætu axlað þá byrði. En tii þess að gera það þarf hver læknir að geta borið ábyrgð á við- fangsefnum sínum — sjúklingunum — og vera þátttakandi í sam- starfsheild, læknaráði, sem ber fyrir brjósti álit og orðstír spítalans alls, en ekki einungis einstakra deilda hans. Þeir verða að setja sér starísreglur, sem fullnægja þsim lágmarkskröfum, er hlutaðeigandi yíirvöld setja. Nefndin álítur, að skipa eigi sérstaka nefnd fulltrúa L. R., L. í., heil- brigðtsstjórnarinnar og spítalaeigenda til að setja lágmarkskröfur um spítala hér á landi. Nefndin vill taka fram sérstaklega, að hún er þeirr- ar skoðunar, að fulltrúar tryggingafélaga, opinberra eða einka-, beri ekki nein aðild að slíkri nefnd. Meðan þetta hefur ekki verið gert, álítur hún, að læknasamtökin eigi sjálf að setja lágmarkskröfur. Með þessari skýrslu fylgja uppástungur nefndarinnar að slíkum kröfum, og eru þær sniðnar eftir áðurnefndum „Minimal Standard“ ameriskra spítala og miðaðar við íslenzkar aðstæður. III. SJÚKLINGURINN Öll læknisfræði miðar bæði að því að koma í veg fyrir sjúkdóma og lækna þá. Tillögur nefndarinnar miða á einn eða annan hátt að því, að þetta sé gert betur og fljótar en áður. Á hinn bóginn vill nefndin einnig benda á þau einföldu mann- réttindi, sem margbrotin eru í þjóðfélagi voru, en það er réttur sjúkl-i inga til að velja sér Iækni. Sjúklingar, sem leggjast inn á opinbera spítala í Reykjavík, ráða engu um það, hvaða læknir stundar þá. Þeir geta átt á hættu að lenda hjá lækni, sem þeir hvorki bera virðingu fyrir né treysta. Ef frjálst val hefur farið fram, er læknirinn ráðgjafi sjúklingsins í faglegum efnum, og hlutverk hans er að útvega sjúklingi sínum beztu þjónustu, sem völ er á, og einnig að stofna til samvinnu við aðra lækna eftir því, sem þörf er á, utan spítala og innan. Sjúklingur, sem vistast á spítölum hér í bænum, er talinn þurfa á sérfræðiþekkingu að halda. Eins og stendur, er engin trygging fyrir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.